Engin lækning hefur fundist Haukur Örn Birgisson skrifar 4. janúar 2017 07:00 Þegar nýr kylfingur byrjar í golfi er oft talað um að viðkomandi hafi smitast af golfbakteríunni. Ég leyfi mér að fullyrða að íslenska þjóðin er golfsjúk um þessar mundir en sjúkdómseinkennin eru hins vegar afar jákvæð: Holl hreyfing og góð útivera með vott af frábærum félagsskap vina og fjölskyldu. Árið sem nú er nýliðið var líklegast það besta í íslenskri golfsögu. Íslenskum kylfingum fjölgaði áfram og hafa nú aldrei verið fleiri, íslenskir afrekskylfingar hafa aldrei verið betri og tveir þeirra náðu þeim frábæra árangri að komast inn á sterkustu atvinnumótaraðir heims – þá evrópsku og bandarísku. Stúlkurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru komnar í fremstu röð og munu verða öðrum ungum kylfingum, drengjum og stúlkum, hvatning til frekari framfara. Betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Á Íslandi eru flestir kylfingar heims og þeim býðst að leika á flestum golfvöllum heims – miðað við höfðatölu. Í ákveðnum ljóðrænum skilningi má segja að Íslendingar séu stærsta golfþjóð í heimi. Í þessu felast einstök tækifæri og framtíðin er björt í íslensku golfi. Ekki verður látið staðar numið og þetta ár verður vonandi enn betra. Bakterían heldur áfram að dreifa sér og fleiri smitast á hverju ári. Sem betur fer er engin lækning sjáanleg. Á þessu ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og er sambandið því elsta sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Í sögulegu samhengi er sambandið þó bara á fermingaraldri, enda golfíþróttin mörg hundruð ára gömul. Í tilefni afmælisins langar mig til að bjóða þér í golf. Með því að leggja leið þína í vor á næsta golfvöll muntu uppgötva aðdráttarafl íþróttarinnar og það öfluga félagsstarf sem fyrir hendi er innan hreyfingarinnar. Ég lofa því að móttökurnar verða hlýjar og þú munt sjá hversu auðvelt er að kynnast íþróttinni og smitast í leiðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar nýr kylfingur byrjar í golfi er oft talað um að viðkomandi hafi smitast af golfbakteríunni. Ég leyfi mér að fullyrða að íslenska þjóðin er golfsjúk um þessar mundir en sjúkdómseinkennin eru hins vegar afar jákvæð: Holl hreyfing og góð útivera með vott af frábærum félagsskap vina og fjölskyldu. Árið sem nú er nýliðið var líklegast það besta í íslenskri golfsögu. Íslenskum kylfingum fjölgaði áfram og hafa nú aldrei verið fleiri, íslenskir afrekskylfingar hafa aldrei verið betri og tveir þeirra náðu þeim frábæra árangri að komast inn á sterkustu atvinnumótaraðir heims – þá evrópsku og bandarísku. Stúlkurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru komnar í fremstu röð og munu verða öðrum ungum kylfingum, drengjum og stúlkum, hvatning til frekari framfara. Betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Á Íslandi eru flestir kylfingar heims og þeim býðst að leika á flestum golfvöllum heims – miðað við höfðatölu. Í ákveðnum ljóðrænum skilningi má segja að Íslendingar séu stærsta golfþjóð í heimi. Í þessu felast einstök tækifæri og framtíðin er björt í íslensku golfi. Ekki verður látið staðar numið og þetta ár verður vonandi enn betra. Bakterían heldur áfram að dreifa sér og fleiri smitast á hverju ári. Sem betur fer er engin lækning sjáanleg. Á þessu ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og er sambandið því elsta sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Í sögulegu samhengi er sambandið þó bara á fermingaraldri, enda golfíþróttin mörg hundruð ára gömul. Í tilefni afmælisins langar mig til að bjóða þér í golf. Með því að leggja leið þína í vor á næsta golfvöll muntu uppgötva aðdráttarafl íþróttarinnar og það öfluga félagsstarf sem fyrir hendi er innan hreyfingarinnar. Ég lofa því að móttökurnar verða hlýjar og þú munt sjá hversu auðvelt er að kynnast íþróttinni og smitast í leiðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun