Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 06:00 Daníel Ólason er prófessor í sálfræði við HÍ. Vísir/E.Stefán Reglulega berast fregnir af því að niðurstöðum íþróttaviðburða sé hagrætt í því skyni að hafa af því fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálastarfsemi. Engin íþrótt er óhult en vandamálið er einna stærst í knattspyrnu og er íslensk knattspyrna þar ekki undanskilin. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, þar sem þátttaka knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum var könnuð, voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Rúmlega 700 leikmenn svöruðu könnuninni og um sjö prósent þeirra viðurkenndu að hafa veðjað á úrslit eigin leikja.Sjá einnig:Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að tæpleg 30 prósent karlkyns leikmanna sem svöruðu könnuninni stundi peningaspil vikulega eða oftar. „Í þeim hópi er það um fimmtungur sem viðurkennir að veðja á eigin leiki,“ segir Daníel við Fréttablaðið. Konur eru mun ólíklegri til að stunda peningaspil. Aðeins 2,3 prósent kvenna gera það vikulega. Og langflestir þeirra sem stunda peningaspil gera það á erlendum vefsíðum. Raunar hafði helmingur allra karlkyns leikmanna veðjað á úrslit knattspyrnuleikja á erlendum vefsíðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 9,6 prósent leikmanna sem svöruðu sýna einkenni spilavanda. Samsvarandi hópur í þjóðarúrtaki er nokkru minni eða 2,5 prósent.Leikmenn mega ekki veðja „Rannsóknin segir ekkert um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt,“ bendir Daníel á. „En freistingin er til staðar. Það eru miklir peningar undir og freistingin til að hafa áhrif á niðurstöðuna er til staðar.“ Hann segir að þó svo að heilt yfir sé ekki stór hópur leikmanna að veðja á úrslit eigin leikja sýni rannsóknin að hópurinn sé það stór að bregðast þurfi við. Samkvæmt reglum KSÍ mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hér á landi – hvorki sinna eigin leikja eða annarra liða. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og segir að niðurstöðurnar komi sambandinu ekki á óvart. „Þetta eru vissulega háar tölur sem við sjáum í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það staðfestir grun sem við höfum haft – að það er töluvert spilað og freistingin mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn,“ segir Þorvaldur.Aðeins tímaspursmál Rannsóknin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Daníel segir að í fyrra hafi verið framkvæmd rannsókn erlendis þar sem margar tegundir íþrótta voru skoðaðar. Þar kom í ljós að fjögur prósent leikmanna höfðu veðjað á eigin leiki. Niðurstaðan sýnir að það er mikil hætta á að veðmálahneyksli brjótist út á Íslandi, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum Íslands. „Við verðum að horfast í augu við að það er líklegt að grunur vakni um óheilbrigða starfsemi af þessu tagi á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Þorvaldur enn fremur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Reglulega berast fregnir af því að niðurstöðum íþróttaviðburða sé hagrætt í því skyni að hafa af því fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálastarfsemi. Engin íþrótt er óhult en vandamálið er einna stærst í knattspyrnu og er íslensk knattspyrna þar ekki undanskilin. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, þar sem þátttaka knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum var könnuð, voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Rúmlega 700 leikmenn svöruðu könnuninni og um sjö prósent þeirra viðurkenndu að hafa veðjað á úrslit eigin leikja.Sjá einnig:Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að tæpleg 30 prósent karlkyns leikmanna sem svöruðu könnuninni stundi peningaspil vikulega eða oftar. „Í þeim hópi er það um fimmtungur sem viðurkennir að veðja á eigin leiki,“ segir Daníel við Fréttablaðið. Konur eru mun ólíklegri til að stunda peningaspil. Aðeins 2,3 prósent kvenna gera það vikulega. Og langflestir þeirra sem stunda peningaspil gera það á erlendum vefsíðum. Raunar hafði helmingur allra karlkyns leikmanna veðjað á úrslit knattspyrnuleikja á erlendum vefsíðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 9,6 prósent leikmanna sem svöruðu sýna einkenni spilavanda. Samsvarandi hópur í þjóðarúrtaki er nokkru minni eða 2,5 prósent.Leikmenn mega ekki veðja „Rannsóknin segir ekkert um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt,“ bendir Daníel á. „En freistingin er til staðar. Það eru miklir peningar undir og freistingin til að hafa áhrif á niðurstöðuna er til staðar.“ Hann segir að þó svo að heilt yfir sé ekki stór hópur leikmanna að veðja á úrslit eigin leikja sýni rannsóknin að hópurinn sé það stór að bregðast þurfi við. Samkvæmt reglum KSÍ mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hér á landi – hvorki sinna eigin leikja eða annarra liða. Þorvaldur Ingimundarson er heilindafulltrúi KSÍ og segir að niðurstöðurnar komi sambandinu ekki á óvart. „Þetta eru vissulega háar tölur sem við sjáum í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það staðfestir grun sem við höfum haft – að það er töluvert spilað og freistingin mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn,“ segir Þorvaldur.Aðeins tímaspursmál Rannsóknin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Daníel segir að í fyrra hafi verið framkvæmd rannsókn erlendis þar sem margar tegundir íþrótta voru skoðaðar. Þar kom í ljós að fjögur prósent leikmanna höfðu veðjað á eigin leiki. Niðurstaðan sýnir að það er mikil hætta á að veðmálahneyksli brjótist út á Íslandi, líkt og gerst hefur í nágrannalöndum Íslands. „Við verðum að horfast í augu við að það er líklegt að grunur vakni um óheilbrigða starfsemi af þessu tagi á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Þorvaldur enn fremur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30