Veifar til mömmu á 180 km hraða í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 11:01 Nú stendur yfir Dakar þolaksturskeppnin í S-Ameríku. Þar er keppt á bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum. Einn keppandanna í mótorhjólaflokki er Frakkinn Adrien Van Beveren sem nú er í sjötta sæti í mótorhjólaflokknum eftir tvo keppnisdaga. Þyrlur með myndavélar fylgjast grannt með keppninni og færa hana heim í stofu. Adrien Van Beveren var einmitt á 180 km ferð undir einni slíkri í gær á malarvegi. Hann sá sér engu að síður fært að veifa til mömmu sinnar með því að sleppa annarri hendinni af stýri hjólsins. Ekki myndu allir leyfa sér það á 180 km ferð, en hafa verður í huga að ökumenn í Dakar rallinu eru hvað bestu ökumenn í heimi. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent
Nú stendur yfir Dakar þolaksturskeppnin í S-Ameríku. Þar er keppt á bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum. Einn keppandanna í mótorhjólaflokki er Frakkinn Adrien Van Beveren sem nú er í sjötta sæti í mótorhjólaflokknum eftir tvo keppnisdaga. Þyrlur með myndavélar fylgjast grannt með keppninni og færa hana heim í stofu. Adrien Van Beveren var einmitt á 180 km ferð undir einni slíkri í gær á malarvegi. Hann sá sér engu að síður fært að veifa til mömmu sinnar með því að sleppa annarri hendinni af stýri hjólsins. Ekki myndu allir leyfa sér það á 180 km ferð, en hafa verður í huga að ökumenn í Dakar rallinu eru hvað bestu ökumenn í heimi.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent