Veifar til mömmu á 180 km hraða í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 11:01 Nú stendur yfir Dakar þolaksturskeppnin í S-Ameríku. Þar er keppt á bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum. Einn keppandanna í mótorhjólaflokki er Frakkinn Adrien Van Beveren sem nú er í sjötta sæti í mótorhjólaflokknum eftir tvo keppnisdaga. Þyrlur með myndavélar fylgjast grannt með keppninni og færa hana heim í stofu. Adrien Van Beveren var einmitt á 180 km ferð undir einni slíkri í gær á malarvegi. Hann sá sér engu að síður fært að veifa til mömmu sinnar með því að sleppa annarri hendinni af stýri hjólsins. Ekki myndu allir leyfa sér það á 180 km ferð, en hafa verður í huga að ökumenn í Dakar rallinu eru hvað bestu ökumenn í heimi. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent
Nú stendur yfir Dakar þolaksturskeppnin í S-Ameríku. Þar er keppt á bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum. Einn keppandanna í mótorhjólaflokki er Frakkinn Adrien Van Beveren sem nú er í sjötta sæti í mótorhjólaflokknum eftir tvo keppnisdaga. Þyrlur með myndavélar fylgjast grannt með keppninni og færa hana heim í stofu. Adrien Van Beveren var einmitt á 180 km ferð undir einni slíkri í gær á malarvegi. Hann sá sér engu að síður fært að veifa til mömmu sinnar með því að sleppa annarri hendinni af stýri hjólsins. Ekki myndu allir leyfa sér það á 180 km ferð, en hafa verður í huga að ökumenn í Dakar rallinu eru hvað bestu ökumenn í heimi.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent