VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku hörður ægisson skrifar 5. janúar 2017 17:32 Kaupverðið á 22 prósenta hlut nemur um 1.650 milljónum. Vísir/Anton Brink Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á um 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka og nemur kaupverðið um 1.650 milljónum króna, samkvæmt heimildum Vísis. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. VÍS verður í kjölfarið stærsti einstaki hluthafi Kviku. Fyrir eru í hluthafahópi Kviku banka tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í síðasta mánuði á meðan félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti um sjö prósenta hlut. Kaupin voru gerð aðeins nokkrum dögum eftir að stjórnir Kviku og Virðingar höfðu undirritað viljayfirlýsingu í lok nóvember um að hefja undirbúning að samruna félaganna. Óvíst er hvað kaup VÍS á stórum eignarhlut í Kviku muni hafa fyrir boðaða sameiningu fjárfestingabankans og Virðingar. Miðað við kauptilboð VÍS er gert ráð fyrir að tryggingafélagið kaupi hlutabréfin í Kviku á genginu 5,4 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Vísis. Það þýðir að bankinn er metinn á ríflega sjö milljarða í viðskiptunum en í lok þriðja ársfjórðungs 2016 var eigið Kviku um 6,2 milljarðar.Uppfært kl. 18:05VÍS hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem félagið staðfestir að hafa keypt 21,8 prósenta hlut í Kviku og nemur heildarkaupverðið um 1.655 milljónum króna. Er kaupverðið greitt að fullu með reiðufé. Seljendur á hlutum í Kviku eru Titan B ehf. (7,27%), Ingimundur hf. (6,61%), Fagfjárfestasjóðurinn Norðurljós (5,77%), Kvika banki hf. (1,27%) og M-804 ehf. (0,92%). Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, er eigandi eignarhaldsfélagsins Títan B. Skúli hefur verið á meðal stærstu eigenda bankans allt frá því að hann leiddi hóp fjárfesta sem keyptu MP banka í apríl 2011. MP banki sameinaðist Straumi fjárfestingabanka fjórum árum síðar undir nafninu Kvika. Í tilkynningu er haft eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra VÍS, að með þessum viðskiptum eignist félagið hlut í öflugu félagi sem stendur frammi fyrir spennandi tækifærum. „Starfsemi tryggingafélaga byggist á tveimur meginstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi. Auk þess að vera gott fjárfestingatækifæri stuðla kaupin að dreifingu áhættu í eignasafni félagsins og þjóna þannig hagsmunum VÍS vel til lengri tíma. Af því njóta bæði viðskiptavinir og hluthafar góðs.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á um 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka og nemur kaupverðið um 1.650 milljónum króna, samkvæmt heimildum Vísis. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. VÍS verður í kjölfarið stærsti einstaki hluthafi Kviku. Fyrir eru í hluthafahópi Kviku banka tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í síðasta mánuði á meðan félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti um sjö prósenta hlut. Kaupin voru gerð aðeins nokkrum dögum eftir að stjórnir Kviku og Virðingar höfðu undirritað viljayfirlýsingu í lok nóvember um að hefja undirbúning að samruna félaganna. Óvíst er hvað kaup VÍS á stórum eignarhlut í Kviku muni hafa fyrir boðaða sameiningu fjárfestingabankans og Virðingar. Miðað við kauptilboð VÍS er gert ráð fyrir að tryggingafélagið kaupi hlutabréfin í Kviku á genginu 5,4 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Vísis. Það þýðir að bankinn er metinn á ríflega sjö milljarða í viðskiptunum en í lok þriðja ársfjórðungs 2016 var eigið Kviku um 6,2 milljarðar.Uppfært kl. 18:05VÍS hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem félagið staðfestir að hafa keypt 21,8 prósenta hlut í Kviku og nemur heildarkaupverðið um 1.655 milljónum króna. Er kaupverðið greitt að fullu með reiðufé. Seljendur á hlutum í Kviku eru Titan B ehf. (7,27%), Ingimundur hf. (6,61%), Fagfjárfestasjóðurinn Norðurljós (5,77%), Kvika banki hf. (1,27%) og M-804 ehf. (0,92%). Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, er eigandi eignarhaldsfélagsins Títan B. Skúli hefur verið á meðal stærstu eigenda bankans allt frá því að hann leiddi hóp fjárfesta sem keyptu MP banka í apríl 2011. MP banki sameinaðist Straumi fjárfestingabanka fjórum árum síðar undir nafninu Kvika. Í tilkynningu er haft eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra VÍS, að með þessum viðskiptum eignist félagið hlut í öflugu félagi sem stendur frammi fyrir spennandi tækifærum. „Starfsemi tryggingafélaga byggist á tveimur meginstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi. Auk þess að vera gott fjárfestingatækifæri stuðla kaupin að dreifingu áhættu í eignasafni félagsins og þjóna þannig hagsmunum VÍS vel til lengri tíma. Af því njóta bæði viðskiptavinir og hluthafar góðs.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira