Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Guðmundur Steinarsson í Keflavík skrifar 7. janúar 2017 19:15 Það var hart barist á Sunnubrautinni í dag. Vísir/Daníel Þór Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira