Rafmagnsbíll Faraday Future fékk 64.000 fyrirframpantanir Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 16:49 Faraday Future FF 91. Í fyrradag kynnti bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Faraday Future sinn fyrsta framleiðslubíl, FF 91 á raftækjasýningu í Las Vegas. Þar tilkynnti Faraday Future að opnað hefði verið fyrir fyrirframpantanir á bílnum og þeir sem það gerðu þyrftu að greiða 5.000 dollara inná bílinn ef hann væri pantaður með einhverjum sérþörfum. Ekki stóð á viðbrögðunum því nú þegar hafa borsit 64.124 pantanir í bílinn öfluga, en hann er 1.050 hestöfl. Þessar fyrirframpantanir eru svosem nokkru lægri en Tesla fékk á fyrsta degi á Model 3 bíl sínum, en þá bárust 232.000 fyrirframpantanir og fólk greiddi 1.000 dollara inná verð bílsins. Faraday Future veitir örugglega ekki af þessum fyrirframgreiðslum því tíðar fréttir hafa verið af fjárþörf fyrirtækisins á síðustu mánuðum og ýmsar raddir sögðu að stutt væri í að hurðum yrði brátt lokað þar á bæ. Þessar góðu viðtökur og fé ætti þó að blása þeim eldmóði og vonandi verður af blómlegri framleiðslu Faraday Future, en víst er að þessi fyrsti bíll þeirra er afar spennandi. Ef allir þeir sem pöntuðu bílinn nú hafa greitt 5.000 inná bílinn hefur fyrirtækinu áskotnast yfir 320 milljón dollarar og fyrir það má örugglega halda áfram rekstrinum í nokkurn tíma. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent
Í fyrradag kynnti bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Faraday Future sinn fyrsta framleiðslubíl, FF 91 á raftækjasýningu í Las Vegas. Þar tilkynnti Faraday Future að opnað hefði verið fyrir fyrirframpantanir á bílnum og þeir sem það gerðu þyrftu að greiða 5.000 dollara inná bílinn ef hann væri pantaður með einhverjum sérþörfum. Ekki stóð á viðbrögðunum því nú þegar hafa borsit 64.124 pantanir í bílinn öfluga, en hann er 1.050 hestöfl. Þessar fyrirframpantanir eru svosem nokkru lægri en Tesla fékk á fyrsta degi á Model 3 bíl sínum, en þá bárust 232.000 fyrirframpantanir og fólk greiddi 1.000 dollara inná verð bílsins. Faraday Future veitir örugglega ekki af þessum fyrirframgreiðslum því tíðar fréttir hafa verið af fjárþörf fyrirtækisins á síðustu mánuðum og ýmsar raddir sögðu að stutt væri í að hurðum yrði brátt lokað þar á bæ. Þessar góðu viðtökur og fé ætti þó að blása þeim eldmóði og vonandi verður af blómlegri framleiðslu Faraday Future, en víst er að þessi fyrsti bíll þeirra er afar spennandi. Ef allir þeir sem pöntuðu bílinn nú hafa greitt 5.000 inná bílinn hefur fyrirtækinu áskotnast yfir 320 milljón dollarar og fyrir það má örugglega halda áfram rekstrinum í nokkurn tíma.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent