Rafmagnsbíll Faraday Future fékk 64.000 fyrirframpantanir Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 16:49 Faraday Future FF 91. Í fyrradag kynnti bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Faraday Future sinn fyrsta framleiðslubíl, FF 91 á raftækjasýningu í Las Vegas. Þar tilkynnti Faraday Future að opnað hefði verið fyrir fyrirframpantanir á bílnum og þeir sem það gerðu þyrftu að greiða 5.000 dollara inná bílinn ef hann væri pantaður með einhverjum sérþörfum. Ekki stóð á viðbrögðunum því nú þegar hafa borsit 64.124 pantanir í bílinn öfluga, en hann er 1.050 hestöfl. Þessar fyrirframpantanir eru svosem nokkru lægri en Tesla fékk á fyrsta degi á Model 3 bíl sínum, en þá bárust 232.000 fyrirframpantanir og fólk greiddi 1.000 dollara inná verð bílsins. Faraday Future veitir örugglega ekki af þessum fyrirframgreiðslum því tíðar fréttir hafa verið af fjárþörf fyrirtækisins á síðustu mánuðum og ýmsar raddir sögðu að stutt væri í að hurðum yrði brátt lokað þar á bæ. Þessar góðu viðtökur og fé ætti þó að blása þeim eldmóði og vonandi verður af blómlegri framleiðslu Faraday Future, en víst er að þessi fyrsti bíll þeirra er afar spennandi. Ef allir þeir sem pöntuðu bílinn nú hafa greitt 5.000 inná bílinn hefur fyrirtækinu áskotnast yfir 320 milljón dollarar og fyrir það má örugglega halda áfram rekstrinum í nokkurn tíma. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Í fyrradag kynnti bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Faraday Future sinn fyrsta framleiðslubíl, FF 91 á raftækjasýningu í Las Vegas. Þar tilkynnti Faraday Future að opnað hefði verið fyrir fyrirframpantanir á bílnum og þeir sem það gerðu þyrftu að greiða 5.000 dollara inná bílinn ef hann væri pantaður með einhverjum sérþörfum. Ekki stóð á viðbrögðunum því nú þegar hafa borsit 64.124 pantanir í bílinn öfluga, en hann er 1.050 hestöfl. Þessar fyrirframpantanir eru svosem nokkru lægri en Tesla fékk á fyrsta degi á Model 3 bíl sínum, en þá bárust 232.000 fyrirframpantanir og fólk greiddi 1.000 dollara inná verð bílsins. Faraday Future veitir örugglega ekki af þessum fyrirframgreiðslum því tíðar fréttir hafa verið af fjárþörf fyrirtækisins á síðustu mánuðum og ýmsar raddir sögðu að stutt væri í að hurðum yrði brátt lokað þar á bæ. Þessar góðu viðtökur og fé ætti þó að blása þeim eldmóði og vonandi verður af blómlegri framleiðslu Faraday Future, en víst er að þessi fyrsti bíll þeirra er afar spennandi. Ef allir þeir sem pöntuðu bílinn nú hafa greitt 5.000 inná bílinn hefur fyrirtækinu áskotnast yfir 320 milljón dollarar og fyrir það má örugglega halda áfram rekstrinum í nokkurn tíma.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent