Raufarhólshellir lokaður og læstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Mikið timburþil hefur verið sniðið vandlega að munna Raufarhólshellis. Fréttablaðið/Eyþór Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira