Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Jóhann Óli Eiðsson og Snærós Sindradóttir skrifa 9. janúar 2017 04:00 Ef Óttarr segir af sér þingmennsku til að gegna ráðherraembætti kemst hann ekki aftur á þing nema að gengnum Alþingiskosnum. Vísir/ERNIR Ræddur verður á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld sá möguleiki að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í þingflokki Bjartrar framtíðar eru fjórir þingmenn, en með afsögninni hefur flokkurinn tækifæri til að styrkja þingflokk sinn frekar og jafnframt stýra ráðuneyti. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi háttur sé eini möguleikinn í stöðunni í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Stjórnarmyndunarviðræður eru langt komnar. Í dag mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda einslega með öllum þingmönnum flokksins eins og venja er hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fundinum leggur hver þingmaður fram ósk sína um stöðu á kjörtímabilinu, til dæmis að viðkomandi óski eftir ráðherrastól eða formennsku í ákveðnum nefndum. Í kvöld verður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur á flokksráðsfundi í Valhöll, stjórnarfundi Bjartrar framtíðar og hjá stjórn Viðreisnar og tillaga um ríkisstjórnarsamstarf borin upp. Á morgun, þriðjudag, kynnir Bjarni ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn fyrir þingflokknum og ber hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Upp frá því má ætla að ný ríkisstjórn verði kynnt almenningi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ræddur verður á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld sá möguleiki að Óttarr Proppé, formaður flokksins, segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í þingflokki Bjartrar framtíðar eru fjórir þingmenn, en með afsögninni hefur flokkurinn tækifæri til að styrkja þingflokk sinn frekar og jafnframt stýra ráðuneyti. Heimildir Fréttablaðsins herma að þessi háttur sé eini möguleikinn í stöðunni í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Stjórnarmyndunarviðræður eru langt komnar. Í dag mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda einslega með öllum þingmönnum flokksins eins og venja er hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fundinum leggur hver þingmaður fram ósk sína um stöðu á kjörtímabilinu, til dæmis að viðkomandi óski eftir ráðherrastól eða formennsku í ákveðnum nefndum. Í kvöld verður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar kynntur á flokksráðsfundi í Valhöll, stjórnarfundi Bjartrar framtíðar og hjá stjórn Viðreisnar og tillaga um ríkisstjórnarsamstarf borin upp. Á morgun, þriðjudag, kynnir Bjarni ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn fyrir þingflokknum og ber hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Upp frá því má ætla að ný ríkisstjórn verði kynnt almenningi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00
Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. 8. janúar 2017 19:11