Píratar ætla ekki að leggja fram vantrauststillögu á nýja ríkisstjórn að sinni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 22:57 Einar Brynjólfsson gengur rösklega við hlið Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy Vísir/Anton „Auðvitað ræðum við þetta óformlega en við erum ekki búin að taka neina sérstaka ákvörðun um næstu skref,“ segir Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata aðspurður hvort að rætt hafi verið á flokksfundi Pírata í dag sú hugmynd að lýsa yfir vantrausti á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Menn eru, að sögn Einars, að kasta þessari hugmynd á milli sín. Einar nefnir að Píratar vilji hins vegar leyfa málum aðeins að þróast og nefnir hann að ef vantraust yrði sett fram yrði það líklega felt þar sem meirihluti sé á þingi. „Við erum ekki að tala um að leggja fyrir vantrauststillögu á Alþingi sjálfu. Við erum ekki komin svo langt.“segir Einar og bendir í þessu samhengi á yfirlýsingu þingflokksins sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld.Sjá einnig: Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“Þar kom meðal annars fram að Píratar hvettu umboðsmann Alþingis að skoða hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi í raun brotið gegn siðareglum ráðherra með því að vera ónákvæmur í svörum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. „Þetta snýst ekki um það að við vantreystum ekki Bjarna Benediktssyni og hans fólki. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um raunhæfa möguleika og við þurfum ekki að vera með upphrópanir á torgum úti. Við erum hneyksluð. Við höfum sagt það og sýnt oftsinnis í okkar málflutningi þegar svona mál hafa borið á góma,“ segir Einar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
„Auðvitað ræðum við þetta óformlega en við erum ekki búin að taka neina sérstaka ákvörðun um næstu skref,“ segir Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata aðspurður hvort að rætt hafi verið á flokksfundi Pírata í dag sú hugmynd að lýsa yfir vantrausti á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Menn eru, að sögn Einars, að kasta þessari hugmynd á milli sín. Einar nefnir að Píratar vilji hins vegar leyfa málum aðeins að þróast og nefnir hann að ef vantraust yrði sett fram yrði það líklega felt þar sem meirihluti sé á þingi. „Við erum ekki að tala um að leggja fyrir vantrauststillögu á Alþingi sjálfu. Við erum ekki komin svo langt.“segir Einar og bendir í þessu samhengi á yfirlýsingu þingflokksins sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld.Sjá einnig: Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“Þar kom meðal annars fram að Píratar hvettu umboðsmann Alþingis að skoða hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi í raun brotið gegn siðareglum ráðherra með því að vera ónákvæmur í svörum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. „Þetta snýst ekki um það að við vantreystum ekki Bjarna Benediktssyni og hans fólki. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um raunhæfa möguleika og við þurfum ekki að vera með upphrópanir á torgum úti. Við erum hneyksluð. Við höfum sagt það og sýnt oftsinnis í okkar málflutningi þegar svona mál hafa borið á góma,“ segir Einar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04