Kína framúr Evrópu og Bandaríkjunum í tengiltvinnbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 10:16 BYD tengiltvinnbíll í Kína. Í fyrra tók Kína framúr bæði Evrópu og Bandaríkjunum í sölu bíla sem ganga að hluta til fyrir rafmagni, þ.e. svonefndra tengiltvinnbíla. Það sama hefur verið uppá teningnum þetta árið og í enda þessa árs hafa slíkir bílar selst alls í 645.000 eintökum frá tilkomu tengiltvinnbíla og við það má bæta 200.000 strætóbílum, trukkum og sendibílum. Þetta er 30.000 bílum meira en selst hefur í Evrópu og 70.000 bílum meira en í Bandaríkjunum. Þó að fleiri tengiltvinnbílar séu seldir í Kína en í Evrópu og Bandaríkjunum á Evrópu þó vinninginn hlutfallslega því þrátt fyrir þessa ágætu sölu í Kína þá er aðeins 4% allra seldra nýrra bíla þar tengiltvinnbílar. Þetta skýrist með því að í Kína seljast um 24,5 milljónir bíla í ár, 13,5 milljónir í Evrópu og 17,5 milljónir í Bandaríkjunum. Markmiðið hjá Kínverjum er að árið 2030 muni 15 milljónir bíla seljast sem tengiltvinnbílar, þ.e. fleiri slíkir bílar en öll sala bíla í Evrópu nú í ár. Það er bílaframleiðandinn BYD sem ryður brautina í Kína og hefur selt 75.000 tengiltvinnbíla í ár. Bílaframleiðandinn Kandi Panda hefur selt 55.000 slíka bíla. Forvitnilegt er að skoða hvaða erlendu bílaframleiðendum tekst best að selja bíla sína í Kína, þ.e. allar gerðir bíla. Þar trónir General Motors langhæst með 3,44 milljón bíla sölu í ár og 8,5% vöxt á milli ára. Í öðru sæti er Nissan með 1,19 milljón bíla sölu og 9,3% vöxt og í þriðja sæti er Honda með 1,11 milljón bíla sölu og 28,3% vöxt. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Í fyrra tók Kína framúr bæði Evrópu og Bandaríkjunum í sölu bíla sem ganga að hluta til fyrir rafmagni, þ.e. svonefndra tengiltvinnbíla. Það sama hefur verið uppá teningnum þetta árið og í enda þessa árs hafa slíkir bílar selst alls í 645.000 eintökum frá tilkomu tengiltvinnbíla og við það má bæta 200.000 strætóbílum, trukkum og sendibílum. Þetta er 30.000 bílum meira en selst hefur í Evrópu og 70.000 bílum meira en í Bandaríkjunum. Þó að fleiri tengiltvinnbílar séu seldir í Kína en í Evrópu og Bandaríkjunum á Evrópu þó vinninginn hlutfallslega því þrátt fyrir þessa ágætu sölu í Kína þá er aðeins 4% allra seldra nýrra bíla þar tengiltvinnbílar. Þetta skýrist með því að í Kína seljast um 24,5 milljónir bíla í ár, 13,5 milljónir í Evrópu og 17,5 milljónir í Bandaríkjunum. Markmiðið hjá Kínverjum er að árið 2030 muni 15 milljónir bíla seljast sem tengiltvinnbílar, þ.e. fleiri slíkir bílar en öll sala bíla í Evrópu nú í ár. Það er bílaframleiðandinn BYD sem ryður brautina í Kína og hefur selt 75.000 tengiltvinnbíla í ár. Bílaframleiðandinn Kandi Panda hefur selt 55.000 slíka bíla. Forvitnilegt er að skoða hvaða erlendu bílaframleiðendum tekst best að selja bíla sína í Kína, þ.e. allar gerðir bíla. Þar trónir General Motors langhæst með 3,44 milljón bíla sölu í ár og 8,5% vöxt á milli ára. Í öðru sæti er Nissan með 1,19 milljón bíla sölu og 9,3% vöxt og í þriðja sæti er Honda með 1,11 milljón bíla sölu og 28,3% vöxt.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent