Hannes: Það eru margir sem myndu borga sig inn á þessa fundi landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2016 13:30 Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta þurftu að sitja á mörgum liðsfundum á meðan þjálfararnir Lars og Heimir fóru yfir málin í Evrópukeppninni. „Til að byrja með þá voru nokkrir á dag en þá var verið að hamra inn áherslunum. Við erum búnir að sjá þetta allt nokkuð oft núna,“ segir Hannes Þór Halldórsson í viðtali sem var tekið við gerð heimildarmyndarinnar Jökullinn logar. „Þjálfararnir trúa mjög á endurtekningar og að halda áfram að hamra á hlutunum. Ég held að það sé alveg rétt hjá þeim,“ segir Hannes.Strákarnir okkar segja frá öllum fundum íslenska landsliðsins í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. „Miðað við hvað ég fer á marga langa og leiðinlega fundi út í Rússlandi þá er þetta algjör draumur,“ segir Ragnar Sigurðsson. „Það finnst örugglega öllum leikmönnum leiðinlegt á þessum fundum en þetta hefur borgað sig. Það er engin spurning um það,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst þetta reyndar ekkert leiðinlegt. Ef ég hugsa nokkur ár aftur í tímann og hvað ég hefði gefið mikið fyrir að fá að vera í innsta hring í landsliðinu og fá að sitja á öllum fundum og sjá hvað er verið að tala um. Það eru margir sem myndu borga sig inn á þessa fundi til að fá að upplifa þá,“ sagði markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Sölvi spyr líka Eið Smára Guðjohnsen hreint út í valið á byrjunarliðinu fyrir leik á móti Tékkum en í leiknum á undan hafði Eiður Smári skoraði á móti Kasakstan. Á undan er sýnt myndbrot frá því þegar byrjunarliðið er tilkynnt þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjar í framlínunni en ekki Eiður Smári. „Ef ég hefði verið þjálfarinn þá hefði ég ekki gert þetta svona,“ svaraði Eiður Smári hlæjandi.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta þurftu að sitja á mörgum liðsfundum á meðan þjálfararnir Lars og Heimir fóru yfir málin í Evrópukeppninni. „Til að byrja með þá voru nokkrir á dag en þá var verið að hamra inn áherslunum. Við erum búnir að sjá þetta allt nokkuð oft núna,“ segir Hannes Þór Halldórsson í viðtali sem var tekið við gerð heimildarmyndarinnar Jökullinn logar. „Þjálfararnir trúa mjög á endurtekningar og að halda áfram að hamra á hlutunum. Ég held að það sé alveg rétt hjá þeim,“ segir Hannes.Strákarnir okkar segja frá öllum fundum íslenska landsliðsins í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. „Miðað við hvað ég fer á marga langa og leiðinlega fundi út í Rússlandi þá er þetta algjör draumur,“ segir Ragnar Sigurðsson. „Það finnst örugglega öllum leikmönnum leiðinlegt á þessum fundum en þetta hefur borgað sig. Það er engin spurning um það,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst þetta reyndar ekkert leiðinlegt. Ef ég hugsa nokkur ár aftur í tímann og hvað ég hefði gefið mikið fyrir að fá að vera í innsta hring í landsliðinu og fá að sitja á öllum fundum og sjá hvað er verið að tala um. Það eru margir sem myndu borga sig inn á þessa fundi til að fá að upplifa þá,“ sagði markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Sölvi spyr líka Eið Smára Guðjohnsen hreint út í valið á byrjunarliðinu fyrir leik á móti Tékkum en í leiknum á undan hafði Eiður Smári skoraði á móti Kasakstan. Á undan er sýnt myndbrot frá því þegar byrjunarliðið er tilkynnt þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjar í framlínunni en ekki Eiður Smári. „Ef ég hefði verið þjálfarinn þá hefði ég ekki gert þetta svona,“ svaraði Eiður Smári hlæjandi.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira