Ástæðan er sú að von er á „vænni gusu frá sólinni“ bæði kvöldin. Sólvindurinn mun vera hvass að þessu sinni svo búast má við minniháttar norðurljósastormi þegar árið 2016 kveður og hið nýja gengur í garð.
Útlit er fyrir þokkalega stillt veður víðast hvar á landinu annað kvöld og hiti rétt undir frostmarki. Landsmenn allir ættu því að geta notið áramótanna um land allt þar sem vonandi verður hægt að dást að norðurljósum og flugeldum á sama tíma.