Nítján manns tróðu sér í Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 14:25 Tesla Model S rafmagnsbíllinn er fremur stór fólksbíll og er reyndar skráður fyrir 7 manns, þó svo tvö af þeim sætum séu helst ætluð börnum. En hvað skildi margir í raun komast í Tesla Model S bíl? Það vildi margfaldur handhafi meta í heimsmetabóka Guinness, Carl Reese finna út og fékk fjölskyldu sína og vini í lið með sér. Einir 19 þeirra náðu að troða sér inní Tesla Model S bílinn. Það má örugglega gera betur en þetta því metið fyrir farþegafjölda í hinum smávaxna Mini er 26 manns. Nítján farþegar er samt ágætt fyrir rafmagnsbíl sem er með afar stór batterí. Þeim er þó svo haganlega fyrirkomið í botni bílsins að farþegarýmið er með því allra besta sem sést hefur í fólksbílum. Auk þess má segja Tesla Model S bílnum til hróss að þokkalegt flutningsrými er undir húddi bílsins, þar sem í hefðbundnum bílum væri vél. Rafmótorar bílsins eru þó ekki þar, heldur nær hjólum bílsins og því skapast þarna viðbótar flutningsrými. Smá má hvernig 19 manns troða sér inní Tesla bílinn hér að ofan. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent
Tesla Model S rafmagnsbíllinn er fremur stór fólksbíll og er reyndar skráður fyrir 7 manns, þó svo tvö af þeim sætum séu helst ætluð börnum. En hvað skildi margir í raun komast í Tesla Model S bíl? Það vildi margfaldur handhafi meta í heimsmetabóka Guinness, Carl Reese finna út og fékk fjölskyldu sína og vini í lið með sér. Einir 19 þeirra náðu að troða sér inní Tesla Model S bílinn. Það má örugglega gera betur en þetta því metið fyrir farþegafjölda í hinum smávaxna Mini er 26 manns. Nítján farþegar er samt ágætt fyrir rafmagnsbíl sem er með afar stór batterí. Þeim er þó svo haganlega fyrirkomið í botni bílsins að farþegarýmið er með því allra besta sem sést hefur í fólksbílum. Auk þess má segja Tesla Model S bílnum til hróss að þokkalegt flutningsrými er undir húddi bílsins, þar sem í hefðbundnum bílum væri vél. Rafmótorar bílsins eru þó ekki þar, heldur nær hjólum bílsins og því skapast þarna viðbótar flutningsrými. Smá má hvernig 19 manns troða sér inní Tesla bílinn hér að ofan.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent