Vinsældir forseta í tölu sem sést eiginlega aldrei segir prófessor Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47