Segir skilið við Júniform Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 20. desember 2016 14:00 Birta Björnsdóttir fatahönnuður er komin með sitt eigið fatamerki. Mynd/Birta Birta Björnsdóttir fatahönnuður hefur sagt skilið við fatamerkið Júniform sem flestar ef ekki allar íslenskar stelpur kannast við. Hún er nú komin með nýja línu á markaðinn og ber hún nafnið By Birta. „Ég stofnaði fatamerkið Júniform árið 2004. Í raun hófst þetta upphaflega um tveimur árum fyrr sem hrærigrautur af lítilli vinnustofu og lítilli verslun. Þetta vatt upp á sig og alltaf varð meira og meira að gera. Ég var hvorki lærður fatahönnuður né hafði áður staðið í verslunarrekstri. Með tímanum fór viðskiptavinum fjölgandi,“ segir Birta Björnsdóttir fatahönnuður.Hér má sjá einn af jólakjólunum úr línunni By Birta.Mynd/BirtaÁrið 2008 flutti Júniform í stærra húsnæði í Ingólfsstræti 8, þar rak Birta verslun ásamt vinnustofu í fimm ár. Núna býr Birta í litlum bæ rétt fyrir utan Barcelona ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hún hannar flíkur fyrir nýjasta merkið sitt. „Lífið í Barcelona er afar þægilegt og stressfrítt. Það er óneitanlega vel metið að geta vaknað allan ársins hring í birtu og hlýju. Lífið hér er einnig mikið utandyra og félagslega er það töluvert öðruvísi en hér á landi. Við hjónin höfðum lengi verið með mikla útþrá en lífið virtist ganga of vel á Íslandi til að geta farið frá því. Það kom samt sá dagur að við ákváðum að slá til. Ég lokaði versluninni sem þá gekk afar vel og við héldum á vit ævintýranna til Barcelona. Nú hafa aðrir tekið við Júniform-kyndlinum og ég held mína leið,“ útskýrir Birta og bætir við að hún sé komin með nýtt merki sem ber nafnið By Birta. Óhætt er að segja að By Birta sé virkilega persónuleg hönnun, þar sem Birta saumar nánast allar flíkurnar sjálf.Birta hefur hannað nýjar peysur undir merkinu By Birta.Mynd/Birta„Þessar flíkur eru mestmegnis „one off“ flíkur, það er að segja ein af hverri. Ég ráfa um markaði og heildsölur í Barcelona og sanka að mér áhugaverðum efnum og hlutum og vinn svo úr þeim og þá einungis eina og eina flík. Það er óneitanlega mun meira efnaúrval hér úti og hugmyndirnar þess vegna ótakmarkaðar,“ segir hún. En hvar færðu innblástur fyrir hönnunina þína? „Alls staðar, úr tímaritum, sjónvarpi eða á götum Barcelona-borgar. Eftir þetta mörg ár í faginu kemur innblásturinn oft lúmskt að manni. Oft fæ ég einhverja tilfinningu fyrir því sem koma skal í tískustraumum komandi árs og hendi í nokkrar flíkur. Svo einhverju seinna fer ég að sjá þessa sömu hluti dúkka upp í blöðum og búðum. Það er ekki eins og ég sjái þessa hluti skýrt áður, heldur er eins og maður sjái hvert hlutirnir stefna,“ segir Birta. Hægt verður að kaupa vörur af Birtu í gegnum vefverslunina bybirta.com þar sem allir geta keypt þær flíkur sem eru til sölu þar og fær fólk þær svo sendar innan skamms.Hægt verður að kaupa vörur af Birtu í gegnum vefverslunina bybirta.com.Mynd/Birta„Þetta verður lítil verslun með fáar vörur, ég verð ekki með „collections“ heldur bæti ég við flík og flík þegar þær verða tilbúnar. Þetta verður organískt og óskipulagt ferli,“ segir Birta og bætir við að ef flíkin er uppseld á vefsíðunni er velkomið að hafa samband og panta aðra svipaða. Fram undan er nóg um að vera hjá Birtu en á þessari stundu er hún stödd á Íslandi með fjölskyldu sinni. „Mér finnst ógurlega gott að vera komin heim og góð tilbreyting að koma í myrkrið og kuldann, það er svo kósí! Ég er núna á fullu að sinna vefbúðinni og því sem fylgir. Í janúar mun ég svo halda til Spánar aftur og halda áfram að hanna og sauma,“ segir Birta að lokum. Tíska og hönnun Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Birta Björnsdóttir fatahönnuður hefur sagt skilið við fatamerkið Júniform sem flestar ef ekki allar íslenskar stelpur kannast við. Hún er nú komin með nýja línu á markaðinn og ber hún nafnið By Birta. „Ég stofnaði fatamerkið Júniform árið 2004. Í raun hófst þetta upphaflega um tveimur árum fyrr sem hrærigrautur af lítilli vinnustofu og lítilli verslun. Þetta vatt upp á sig og alltaf varð meira og meira að gera. Ég var hvorki lærður fatahönnuður né hafði áður staðið í verslunarrekstri. Með tímanum fór viðskiptavinum fjölgandi,“ segir Birta Björnsdóttir fatahönnuður.Hér má sjá einn af jólakjólunum úr línunni By Birta.Mynd/BirtaÁrið 2008 flutti Júniform í stærra húsnæði í Ingólfsstræti 8, þar rak Birta verslun ásamt vinnustofu í fimm ár. Núna býr Birta í litlum bæ rétt fyrir utan Barcelona ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hún hannar flíkur fyrir nýjasta merkið sitt. „Lífið í Barcelona er afar þægilegt og stressfrítt. Það er óneitanlega vel metið að geta vaknað allan ársins hring í birtu og hlýju. Lífið hér er einnig mikið utandyra og félagslega er það töluvert öðruvísi en hér á landi. Við hjónin höfðum lengi verið með mikla útþrá en lífið virtist ganga of vel á Íslandi til að geta farið frá því. Það kom samt sá dagur að við ákváðum að slá til. Ég lokaði versluninni sem þá gekk afar vel og við héldum á vit ævintýranna til Barcelona. Nú hafa aðrir tekið við Júniform-kyndlinum og ég held mína leið,“ útskýrir Birta og bætir við að hún sé komin með nýtt merki sem ber nafnið By Birta. Óhætt er að segja að By Birta sé virkilega persónuleg hönnun, þar sem Birta saumar nánast allar flíkurnar sjálf.Birta hefur hannað nýjar peysur undir merkinu By Birta.Mynd/Birta„Þessar flíkur eru mestmegnis „one off“ flíkur, það er að segja ein af hverri. Ég ráfa um markaði og heildsölur í Barcelona og sanka að mér áhugaverðum efnum og hlutum og vinn svo úr þeim og þá einungis eina og eina flík. Það er óneitanlega mun meira efnaúrval hér úti og hugmyndirnar þess vegna ótakmarkaðar,“ segir hún. En hvar færðu innblástur fyrir hönnunina þína? „Alls staðar, úr tímaritum, sjónvarpi eða á götum Barcelona-borgar. Eftir þetta mörg ár í faginu kemur innblásturinn oft lúmskt að manni. Oft fæ ég einhverja tilfinningu fyrir því sem koma skal í tískustraumum komandi árs og hendi í nokkrar flíkur. Svo einhverju seinna fer ég að sjá þessa sömu hluti dúkka upp í blöðum og búðum. Það er ekki eins og ég sjái þessa hluti skýrt áður, heldur er eins og maður sjái hvert hlutirnir stefna,“ segir Birta. Hægt verður að kaupa vörur af Birtu í gegnum vefverslunina bybirta.com þar sem allir geta keypt þær flíkur sem eru til sölu þar og fær fólk þær svo sendar innan skamms.Hægt verður að kaupa vörur af Birtu í gegnum vefverslunina bybirta.com.Mynd/Birta„Þetta verður lítil verslun með fáar vörur, ég verð ekki með „collections“ heldur bæti ég við flík og flík þegar þær verða tilbúnar. Þetta verður organískt og óskipulagt ferli,“ segir Birta og bætir við að ef flíkin er uppseld á vefsíðunni er velkomið að hafa samband og panta aðra svipaða. Fram undan er nóg um að vera hjá Birtu en á þessari stundu er hún stödd á Íslandi með fjölskyldu sinni. „Mér finnst ógurlega gott að vera komin heim og góð tilbreyting að koma í myrkrið og kuldann, það er svo kósí! Ég er núna á fullu að sinna vefbúðinni og því sem fylgir. Í janúar mun ég svo halda til Spánar aftur og halda áfram að hanna og sauma,“ segir Birta að lokum.
Tíska og hönnun Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira