Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2016 18:30 Skipin liggja nú bundin við bryggju. MYND/Vilhelm Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný og þrjú þúsund og fimm hundruð sjómenn lögðu niður störf. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu í dag í fyrsta sinn frá því sjómenn felldu kjarasamninga. Fundurinn stóð aðeins í hálftíma. „Mér sýnist það bera mikið á milli og það er nú eiginlega stál í stál með þetta allt saman núna,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur. Hann á von á að sjómenn verði verkfalli fram á næsta ár. Verkfall sjómanna hefur þegar haft töluverð áhrif á útgerðarfyrirtækin og stór hluti fiskvinnslu hefur stöðvast. „Við ætluðum að vera í vinnslu núna þessa þrjá daga sem eru að líða af þessari viku á Akranesi. Þannig að þar dettur sú vinnsla niður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vilhjálmur segir að þetta sé sá tími þegar starfsfólk í fiskvinnslustöðvum sé að jafnaði að fara í jólafrí. Það mæti svo aftur til vinnu 2. janúar. Ef sjómenn verða ekki farnir aftur til veiða þá þá verði ekkert hráefni til að vinna úr. Hann segir að fyrirtækið selji fiskafurðir fyrir um hundrað milljónir króna á dag alla virka daga ársins. Verkfallið hafi því mikil áhrif ef það dregst á langinn. Verkfall sjómanna Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný og þrjú þúsund og fimm hundruð sjómenn lögðu niður störf. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu í dag í fyrsta sinn frá því sjómenn felldu kjarasamninga. Fundurinn stóð aðeins í hálftíma. „Mér sýnist það bera mikið á milli og það er nú eiginlega stál í stál með þetta allt saman núna,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur. Hann á von á að sjómenn verði verkfalli fram á næsta ár. Verkfall sjómanna hefur þegar haft töluverð áhrif á útgerðarfyrirtækin og stór hluti fiskvinnslu hefur stöðvast. „Við ætluðum að vera í vinnslu núna þessa þrjá daga sem eru að líða af þessari viku á Akranesi. Þannig að þar dettur sú vinnsla niður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vilhjálmur segir að þetta sé sá tími þegar starfsfólk í fiskvinnslustöðvum sé að jafnaði að fara í jólafrí. Það mæti svo aftur til vinnu 2. janúar. Ef sjómenn verða ekki farnir aftur til veiða þá þá verði ekkert hráefni til að vinna úr. Hann segir að fyrirtækið selji fiskafurðir fyrir um hundrað milljónir króna á dag alla virka daga ársins. Verkfallið hafi því mikil áhrif ef það dregst á langinn.
Verkfall sjómanna Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira