Banaslys varð á Holtavörðuheiði klukkan 14:30 í dag þegar tveggja bíla árekstur varð á heiðinni. Ökumaður annars bílsins, íslenskur karlmaður, lést en hann var einn í bílnum.
Tveir voru í hinum bílnum, erlendir ferðamenn, og voru þeir fluttir lítið slasaðir á slysadeild í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.