Kári sakar alþingismenn um að vera ekki lengur fulltrúar þjóðarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 07:00 Kári Stefánsson. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson gagnrýnir alla stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi harðlega fyrir að fjársvelta heilbrigðiskerfið, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar spyr hann hvort þingið ætli að reka rýting í bak þjóðarinnar, en í greininni lýsir hann reynslu fjölskyldu sinnar af kerfinu. Kári lýsir því hvernig hann fékk símtal um miðja nótt þar sem honum var tilkynnt að fárveik systir hans sem lá inn á gjörgæslu á Hringbraut yrði flutt yfir á gjörgæsluna á Fossvogi vegna þess að ekki væri nægur mannskapur á Hringbraut til þess að sinna henni. Læknir á deildinni hefði tjáð Kára að það þyrfti þrátt fyrir að það fæli í sér gríðarlega áhættu fyrir sjúklinginn einfaldlega vegna þess að ekki væri annað hægt vegna ástandsins á spítalanum. Kári telur að samþykki Alþingi núverandi fjárlagafrumvarp óbreytt reki það rýting í bak þjóðarinnar. Hann segir það ótrúlegt að sá möguleiki sé fyrir hendi örfáum vikum eftir kosningar þar sem allir flokkar hafi lofað endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hann gagnrýnir Ásmund Friðriksson alþingismann Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir að efast um sannleiksgildi nýlegra mynda frá landsspítalanum sem sýna plássleysi sjúklinga og líkir veru þingmannsins á Alþingi við veru kanarífugls í námugöngum. Kári segir að svo virðist vera sem þorri þingmanna sem áður voru á því að endurreisa þyrfti heilbrigðiskerfið sé nú kominn á þá skoðun að þjóðin sé að ýkja vandann. Að lokum spyr Kári hvað þjóðin eigi að gera við þá sem virðast ekki lengur vera fulltrúar þjóðarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira
Kári Stefánsson gagnrýnir alla stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi harðlega fyrir að fjársvelta heilbrigðiskerfið, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar spyr hann hvort þingið ætli að reka rýting í bak þjóðarinnar, en í greininni lýsir hann reynslu fjölskyldu sinnar af kerfinu. Kári lýsir því hvernig hann fékk símtal um miðja nótt þar sem honum var tilkynnt að fárveik systir hans sem lá inn á gjörgæslu á Hringbraut yrði flutt yfir á gjörgæsluna á Fossvogi vegna þess að ekki væri nægur mannskapur á Hringbraut til þess að sinna henni. Læknir á deildinni hefði tjáð Kára að það þyrfti þrátt fyrir að það fæli í sér gríðarlega áhættu fyrir sjúklinginn einfaldlega vegna þess að ekki væri annað hægt vegna ástandsins á spítalanum. Kári telur að samþykki Alþingi núverandi fjárlagafrumvarp óbreytt reki það rýting í bak þjóðarinnar. Hann segir það ótrúlegt að sá möguleiki sé fyrir hendi örfáum vikum eftir kosningar þar sem allir flokkar hafi lofað endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hann gagnrýnir Ásmund Friðriksson alþingismann Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir að efast um sannleiksgildi nýlegra mynda frá landsspítalanum sem sýna plássleysi sjúklinga og líkir veru þingmannsins á Alþingi við veru kanarífugls í námugöngum. Kári segir að svo virðist vera sem þorri þingmanna sem áður voru á því að endurreisa þyrfti heilbrigðiskerfið sé nú kominn á þá skoðun að þjóðin sé að ýkja vandann. Að lokum spyr Kári hvað þjóðin eigi að gera við þá sem virðast ekki lengur vera fulltrúar þjóðarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira
Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00