Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lög um jöfnun lífeyrisréttinda mikil vonbrigði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2016 20:00 Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður. Alþingi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður.
Alþingi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira