Gríðarlegt álag á björgunarsveitarmönnum fyrir austan fjall Ásgeir Erlendsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. desember 2016 14:27 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45