Innlent

Ekki útlit fyrir að Bláfjöll verði opnuð í vikunni

Þorgeir Helgason skrifar
Óvíst er hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opnað frekar á þessu ári.
Óvíst er hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opnað frekar á þessu ári. Fréttablaðið/Anton
„Við vorum að vona að við gætum opnað milli jóla og nýárs en vegna þess hve mikinn snjó við misstum úr fjallinu er ég ekkert voðalega bjartsýnn á það,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Stefnt var að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum í gær en vegna mikils roks á aðfangadag varð ekkert úr þeim áformum. Magnús segir veðurfar dagsins í dag ráða úrslitum um það hvort hægt verði að opna skíðasvæðin fyrir nýtt ár.

Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli voru opnuð óvænt í gær og renndu um 350 manns sér niður brekkurnar á skíðum og á snjóbrettum. „Það fór að kyngja niður snjó í fyrradag þannig að við tókum þá skyndiákvörðun að opna skíðasvæðið í gær,“ segir Ástmar Reynisson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli.

Ástmar segir veðrið hafi mikið verið að stríða þeim fyrir norðan og það muni ráðast af veðurfari dagsins í dag og á morgun hvort hægt verði að halda skíðasvæðinu opnu. „Starfsfólkið mætir í dag með það að sjónarmiði að opna fjallið en það verður að koma í ljós hvort að það tekst vegna veðurs,“ segir Ástmar.


Tengdar fréttir

Auð skíðaparadís í Bláfjöllum

Trúlega er heppilegra að taka með sér gönguskó upp í Bláfjöll en skíðaskó. Brekkurnar sem yfirleitt iða af lífi í desember standa nú auðar. Hlýindin það sem af er vetri hafa haft veruleg áhrif á skíðasvæði landsins og aðeins sk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×