Yfir 500 þúsund lítrar af jólabjór seldir í ár Benedikt Bóas skrifar 27. desember 2016 07:00 Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, glaður í bragði með bragðið á Vínlandi sem kemur í ÁTVR í dag. Mynd/Alison Page Þann 20. desember var búið að selja 552 þúsund lítra af jólabjór í verslunum ÁTVR, 32 þúsund lítrum minna en á sama tíma í fyrra. Alls voru 43 tegundir í boði fyrir bjórþyrsta þessi jól. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er þó ekki búist við að sala á jólabjór dragist mikið saman milli ára en hún hófst tveimur dögum síðar í ár. Í fyrra var byrjað að selja jólabjór á föstudegi en í ár á þriðjudegi. Býst ÁTVR við því að þegar jólabjórsalan verði gerð upp þá munu tölurnar jafnast.Þó nokkrar jólabjórstegundir seldust upp fyrir jól en margar tegundir eru bruggaðar í litlu magni enda þurfa bjórbirgjar sjálfir að farga sínum jólabjór sem ekki selst í ÁTVR. Sölutímabil jólabjórs er til þrettándans en ekki er búist við að ÁTVR þurfi að skila mörgum lítrum til baka. Stutt er í að næsta tímabundna bjórtímabil hefjist. Sala á þorrabjór hefst skömmu eftir að jólabjórinn fer. Borg brugghús tekur þó forskot á sæluna en í dag byrjar sala á bjórnum Vínlandi sem gerður er í samstarfi við bruggmeistara Four Winds frá Kanada. Bjórinn er óður til þess að um eitt þúsund ár eru frá því að Leifur Eiríksson og félagar fundu Ameríku. Bjórinn er meðal annars bruggaður úr íslenskum bláberjum og krækiberjum en um tvö til þrjú hundruð kíló af íslenskum berjum fóru í bruggunina, sem að mestu eru af Norður- og Austurlandi. „Það má segja að haustber okkar Íslendinga séu það næsta sem við komumst náttúrulegum innlendum hráefnum til víngerðar,“ segir Árni Long, bruggmeistari í Borg Brugghúsi. „Það var mikill heiður að fá að brugga með Four Winds sem er mjög virt brugghús í Kanada. Þeir framleiða tæpa milljón lítra af bjór á ári og hann er nær allur seldur innan fylkismarka Bresku Kólumbíu. Við erum ákaflega ánægðir með útkomuna á Vínlandi og hlökkum til að fá viðbrögð íslensks bjóráhugafólks,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Frá vinstri: Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, ásamt bruggmeisturum á Borg, Árna Long, Sturlaugi Jóni Björnssyni og Valgeiri Valgeirssyni. Mynd/Alison Page Birtist í Fréttablaðinu Íslenskur bjór Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þann 20. desember var búið að selja 552 þúsund lítra af jólabjór í verslunum ÁTVR, 32 þúsund lítrum minna en á sama tíma í fyrra. Alls voru 43 tegundir í boði fyrir bjórþyrsta þessi jól. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er þó ekki búist við að sala á jólabjór dragist mikið saman milli ára en hún hófst tveimur dögum síðar í ár. Í fyrra var byrjað að selja jólabjór á föstudegi en í ár á þriðjudegi. Býst ÁTVR við því að þegar jólabjórsalan verði gerð upp þá munu tölurnar jafnast.Þó nokkrar jólabjórstegundir seldust upp fyrir jól en margar tegundir eru bruggaðar í litlu magni enda þurfa bjórbirgjar sjálfir að farga sínum jólabjór sem ekki selst í ÁTVR. Sölutímabil jólabjórs er til þrettándans en ekki er búist við að ÁTVR þurfi að skila mörgum lítrum til baka. Stutt er í að næsta tímabundna bjórtímabil hefjist. Sala á þorrabjór hefst skömmu eftir að jólabjórinn fer. Borg brugghús tekur þó forskot á sæluna en í dag byrjar sala á bjórnum Vínlandi sem gerður er í samstarfi við bruggmeistara Four Winds frá Kanada. Bjórinn er óður til þess að um eitt þúsund ár eru frá því að Leifur Eiríksson og félagar fundu Ameríku. Bjórinn er meðal annars bruggaður úr íslenskum bláberjum og krækiberjum en um tvö til þrjú hundruð kíló af íslenskum berjum fóru í bruggunina, sem að mestu eru af Norður- og Austurlandi. „Það má segja að haustber okkar Íslendinga séu það næsta sem við komumst náttúrulegum innlendum hráefnum til víngerðar,“ segir Árni Long, bruggmeistari í Borg Brugghúsi. „Það var mikill heiður að fá að brugga með Four Winds sem er mjög virt brugghús í Kanada. Þeir framleiða tæpa milljón lítra af bjór á ári og hann er nær allur seldur innan fylkismarka Bresku Kólumbíu. Við erum ákaflega ánægðir með útkomuna á Vínlandi og hlökkum til að fá viðbrögð íslensks bjóráhugafólks,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Frá vinstri: Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, ásamt bruggmeisturum á Borg, Árna Long, Sturlaugi Jóni Björnssyni og Valgeiri Valgeirssyni. Mynd/Alison Page
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskur bjór Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira