Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Þorgeir Helgason skrifar 27. desember 2016 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir eðlilegt að skoða þurfi álögur á laun þingmanna í ljósi hækkunar á þingfarakaupi. vísir/ernir Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira