Perlan verður að lundabúð: „Mjög dapurlegt að þetta skuli gerast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 09:15 Bjarni hefur staðið að rekstri veitingastaðarins Perlan í Perlunni um árabil Vísir/Vilhelm Nú fer hver að verða síðastur að panta borð í Perlunni þar sem það liggur fyrir að veitingastaðnum verði lokað og hann rýmdur fyrir 10. janúar 2017. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni þó ekki verða oft í gangi. Náttúrusafn opnar á jarðhæðinni. Vísir heyrði í Bjarna Ingvari Árnasyni, einnig þekktur sem Bjarni í Brauðbæ, en hann hefur staðið að veitingarekstri Perlunnar. Búið er að vera upppantað og segir Bjarni að mikið sé búið að vera að gera þennan mánuðinn. Hann segist finna fyrir mikilli samstöðu og að starfsfólk sem og velunnarar Perlunnar séu daprir yfir þessari niðurstöðu að loka skuli veitingastaðnum. „Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.“Aðalheiður Héðinsdóttir er eigandi Kaffitárs.Vísir/StefánÞað má með sanni segja að Perlan sé ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Hún var opnuð árið 1991 og hefur notið vinsælda sem veitingastaður síðan. Veitingastaðurinn hefur þótt einkar glæsilegur og er frægur fyrir snúningsgólfið og stórkostlegt útsýni. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni ekki verða mjög oft í gangi en að viðskiptavinir eigi vissulega eftir að fá að taka snúninginn.Kaffitár og Rammagerðin taka við rekstrinumVísir greindi frá því í október að Kaffitár og Rammagerðin muni taka við veitinga- og verslunarrekstrinum en einnig mun þar opna náttúrusafn í stóra rýminu á jarðhæðinni. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs og Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, sögðust í umræddu viðtalinu vera spenntar fyrir nýja tækifærinu. Lovísa nefndi að gert verði út á íslenska gestrisni og að vísað verði í sveitasæluna. Aðalheiður nefnir að kaffihúsið muni bjóða upp á íslenskan ís og bjór sem séu sérframleidd fyrir þau.Perluvinir kveðja með söngVísir/Atli Már SteinarssonPerluvinir kveðjaPerluvinirnir kvöddu Perluna með stæl fyrir stuttu. Einn þeirra, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir að Perluvinirnir sé vinahópur sem séu allir perluvinir og miklir aðdáendur Perlunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Perluvinir fara á jólahlaðborðið. „Við höfum haft það að hefð að fara alltaf á jólahlaðborðið hjá Perlunni og vissum náttúrulega að það væri að fara að loka þannig að við brugðum ekki af vananum og kíktum þarna og settumst við flygilinn og tókum lagið.“segir Steinþór.Magnaður hljómburðurÍ vinahópnum eru meðal annars Högni Egilsson, hinn þjóðþekkti tónlistarmaður og söngvari Hjaltalín, þannig að gestir hafa svo sannarlega fengið auka glaðning það kvöldið. Atli Bollason, einn Perluvina, leggur áherslu á að það sé nú vart annað hægt en að prufukeyra flygilinn í Perlunni á jólahlaðborðinu enda sé hljómburðurinn magnaður. „Barinn þarna uppi er algjörlega geggjaður. Þar er píanó og undir þessu magnaða hvolfþaki er ekki annað hægt en að taka lagið. Þetta er bara þak borgarinnar. Við héldumst í hendur í gærkvöldi og sungum Heims um ból og kvöddum þannig Perluna.“ segir Atli og nefnir að þeir hafi oft verið með síðustu gestunum út. Þetta hefur því verið í síðasta skipti sem Perluvinirnir hafi notið jólahlaðborðs Perlunnar og lítur út fyrir að þeir verði að finna sér annan samastað fyrir næstu jól. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Nú fer hver að verða síðastur að panta borð í Perlunni þar sem það liggur fyrir að veitingastaðnum verði lokað og hann rýmdur fyrir 10. janúar 2017. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni þó ekki verða oft í gangi. Náttúrusafn opnar á jarðhæðinni. Vísir heyrði í Bjarna Ingvari Árnasyni, einnig þekktur sem Bjarni í Brauðbæ, en hann hefur staðið að veitingarekstri Perlunnar. Búið er að vera upppantað og segir Bjarni að mikið sé búið að vera að gera þennan mánuðinn. Hann segist finna fyrir mikilli samstöðu og að starfsfólk sem og velunnarar Perlunnar séu daprir yfir þessari niðurstöðu að loka skuli veitingastaðnum. „Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.“Aðalheiður Héðinsdóttir er eigandi Kaffitárs.Vísir/StefánÞað má með sanni segja að Perlan sé ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Hún var opnuð árið 1991 og hefur notið vinsælda sem veitingastaður síðan. Veitingastaðurinn hefur þótt einkar glæsilegur og er frægur fyrir snúningsgólfið og stórkostlegt útsýni. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni ekki verða mjög oft í gangi en að viðskiptavinir eigi vissulega eftir að fá að taka snúninginn.Kaffitár og Rammagerðin taka við rekstrinumVísir greindi frá því í október að Kaffitár og Rammagerðin muni taka við veitinga- og verslunarrekstrinum en einnig mun þar opna náttúrusafn í stóra rýminu á jarðhæðinni. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs og Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, sögðust í umræddu viðtalinu vera spenntar fyrir nýja tækifærinu. Lovísa nefndi að gert verði út á íslenska gestrisni og að vísað verði í sveitasæluna. Aðalheiður nefnir að kaffihúsið muni bjóða upp á íslenskan ís og bjór sem séu sérframleidd fyrir þau.Perluvinir kveðja með söngVísir/Atli Már SteinarssonPerluvinir kveðjaPerluvinirnir kvöddu Perluna með stæl fyrir stuttu. Einn þeirra, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir að Perluvinirnir sé vinahópur sem séu allir perluvinir og miklir aðdáendur Perlunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Perluvinir fara á jólahlaðborðið. „Við höfum haft það að hefð að fara alltaf á jólahlaðborðið hjá Perlunni og vissum náttúrulega að það væri að fara að loka þannig að við brugðum ekki af vananum og kíktum þarna og settumst við flygilinn og tókum lagið.“segir Steinþór.Magnaður hljómburðurÍ vinahópnum eru meðal annars Högni Egilsson, hinn þjóðþekkti tónlistarmaður og söngvari Hjaltalín, þannig að gestir hafa svo sannarlega fengið auka glaðning það kvöldið. Atli Bollason, einn Perluvina, leggur áherslu á að það sé nú vart annað hægt en að prufukeyra flygilinn í Perlunni á jólahlaðborðinu enda sé hljómburðurinn magnaður. „Barinn þarna uppi er algjörlega geggjaður. Þar er píanó og undir þessu magnaða hvolfþaki er ekki annað hægt en að taka lagið. Þetta er bara þak borgarinnar. Við héldumst í hendur í gærkvöldi og sungum Heims um ból og kvöddum þannig Perluna.“ segir Atli og nefnir að þeir hafi oft verið með síðustu gestunum út. Þetta hefur því verið í síðasta skipti sem Perluvinirnir hafi notið jólahlaðborðs Perlunnar og lítur út fyrir að þeir verði að finna sér annan samastað fyrir næstu jól.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira