Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Þorgeir Helgason skrifar 29. desember 2016 07:00 Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messinn í miðbæ Reykjavíkur. vísir/daníel „Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
„Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent