Samgöngur hafa farið úr skorðum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga, en þetta er þriðji dagurinn í röð þar sem innanlandsflugi er frestað. Innanlandsflug lá allt niðri síðustu tvo daga og þremur millilandaflugferðum hefur verið aflýst á jafnmörgum dögum vegna veðurs.
Ferðum Herjólfs og Baldurs var aflýst í gær en líkt og staðan er nú eru ferðir þeirra á áætlun. Þá var vegum lokað í gær vegna færðar en færðin er enn nokkuð slæm víða um land, en upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.