Hvalfjörður heimsfrumsýndur á Vimeo Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. desember 2016 07:00 Hvalfjörður fjallar um samband tveggja ungra bræðra sem búa í sveit á Íslandi og hvernig sá yngri tekst á við það að koma að eldri bróður sínum sem er að reyna að taka sitt eigið líf,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Hvalfjarðar, en Vimeo var að velja stuttmyndina sem þeirra „Staff Pick Première“ og verður myndin því heimsfrumsýnd á netinu á miðvikudaginn 14 desember. Síðan stuttmyndin vann til verðlauna í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir þremur árum hefur hún farið út um allan heim og unnið til um 50 alþjóðlegra verðlauna. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir myndina? „Þetta er ákveðinn gæðastimpill en Hvalfjörður hefur náttúrulega gengið ótrúlega vel og við sjáum þetta núna sem möguleika til að enn fleiri fái tækifæri til að sjá myndina. Aðstandendur Vimeo áætla að að minnsta kosti 100.000 einstaklingar muni horfa á Hvalfjörð í gegnum síðuna, sem er náttúrulega gríðarlega stór tala og veitir myndinni og okkur sem listamönnum mikla ánægju,“ útskýrir Guðmundur og bætir við að myndin hafi nú þegar verið sýnd bæði á RIFF og RÚV. „Okkur finnst mjög gaman að þeir Íslendingar sem misstu af að sjá Hvalfjörð þar, en langar að sjá myndina, fái tækifæri til þess á miðvikudaginn næsta,“ segir hann. Guðmundur Arnar hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartastein, en móttökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Eins og er þá er ég í Marokkó þar sem ég er að sýna Hjartastein. Ég mun næstu mánuði halda áfram að ferðast með Hjartastein víða um heim og sýna á hátíðum. Þess á milli, þá aðallega í flugvélum, er ég að skrifa mína næstu kvikmynd sem ég er orðin mjög spenntur fyrir,“ segir Guðmundur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hvalfjörður fjallar um samband tveggja ungra bræðra sem búa í sveit á Íslandi og hvernig sá yngri tekst á við það að koma að eldri bróður sínum sem er að reyna að taka sitt eigið líf,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Hvalfjarðar, en Vimeo var að velja stuttmyndina sem þeirra „Staff Pick Première“ og verður myndin því heimsfrumsýnd á netinu á miðvikudaginn 14 desember. Síðan stuttmyndin vann til verðlauna í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir þremur árum hefur hún farið út um allan heim og unnið til um 50 alþjóðlegra verðlauna. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir myndina? „Þetta er ákveðinn gæðastimpill en Hvalfjörður hefur náttúrulega gengið ótrúlega vel og við sjáum þetta núna sem möguleika til að enn fleiri fái tækifæri til að sjá myndina. Aðstandendur Vimeo áætla að að minnsta kosti 100.000 einstaklingar muni horfa á Hvalfjörð í gegnum síðuna, sem er náttúrulega gríðarlega stór tala og veitir myndinni og okkur sem listamönnum mikla ánægju,“ útskýrir Guðmundur og bætir við að myndin hafi nú þegar verið sýnd bæði á RIFF og RÚV. „Okkur finnst mjög gaman að þeir Íslendingar sem misstu af að sjá Hvalfjörð þar, en langar að sjá myndina, fái tækifæri til þess á miðvikudaginn næsta,“ segir hann. Guðmundur Arnar hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartastein, en móttökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Eins og er þá er ég í Marokkó þar sem ég er að sýna Hjartastein. Ég mun næstu mánuði halda áfram að ferðast með Hjartastein víða um heim og sýna á hátíðum. Þess á milli, þá aðallega í flugvélum, er ég að skrifa mína næstu kvikmynd sem ég er orðin mjög spenntur fyrir,“ segir Guðmundur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira