Gróðusetja tré á aðventunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 20:30 Hitinn var fjögur til átta stig á Íslandi í dag og enn hærri tölur eru á veðurkorti morgundagsins. Veðurfræðingar segja aldrei hafa mælst hærri meðalhiti frá því mælingar hófust um miðbik nítjándu aldar. Nú þegar tvær vikur eru til jóla er til að mynda autt í Bláfjöllum, húsflugur hafa vaknað til lífsins og suða inni á heimilum og grasið er víða enn fagurgrænt. Og þau eru misjöfn desemberverkin en hestamenn í Spretti nýta aðventuna til að gróðursetja tré. „Maður er úti á peysunni í tíu stiga hita í desember. Þetta er með ólíkindum,” segir Óskar Páll, hestamaður í Spretti. Skógfræðingur segir það frábæra hugmynd að gróðursetja í þessu veðurfari. “Þetta er í rauninni besti tíminn. Plönturnar eru í dvala og það er ófrosin jörð og fólk á endilega að nýta tímann til gróðusetningar ef það hefur tök á,” segir Aðalsteinn Sigurgeirsson og bætir við að ekki þurfi að hafa áhyggjur af gróðrinum í svona tíð. „Þessar trjátegundir sem við erum með eru aðlagaðar svona hita á þessum tíma, þær eru komnar í djúpan dvala og það þarf eitthvað mikið að ganga á til að þær brjóti þann dvala og laufgist,” segir hann og að þvert á móti gætu hlýindin haft góð áhrif á gróðurinn. „Það getur einmitt gerst að þegar vorið kemur þá verður enginn holklaki í jörðu, rótarkerfið er bara tilbúið að fara af stað og það verða í raun minni ræktunarvandamál, en annars,” segir Aðalsteinn, skógfræðingur. Veður Tengdar fréttir Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19 Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Hitinn var fjögur til átta stig á Íslandi í dag og enn hærri tölur eru á veðurkorti morgundagsins. Veðurfræðingar segja aldrei hafa mælst hærri meðalhiti frá því mælingar hófust um miðbik nítjándu aldar. Nú þegar tvær vikur eru til jóla er til að mynda autt í Bláfjöllum, húsflugur hafa vaknað til lífsins og suða inni á heimilum og grasið er víða enn fagurgrænt. Og þau eru misjöfn desemberverkin en hestamenn í Spretti nýta aðventuna til að gróðursetja tré. „Maður er úti á peysunni í tíu stiga hita í desember. Þetta er með ólíkindum,” segir Óskar Páll, hestamaður í Spretti. Skógfræðingur segir það frábæra hugmynd að gróðursetja í þessu veðurfari. “Þetta er í rauninni besti tíminn. Plönturnar eru í dvala og það er ófrosin jörð og fólk á endilega að nýta tímann til gróðusetningar ef það hefur tök á,” segir Aðalsteinn Sigurgeirsson og bætir við að ekki þurfi að hafa áhyggjur af gróðrinum í svona tíð. „Þessar trjátegundir sem við erum með eru aðlagaðar svona hita á þessum tíma, þær eru komnar í djúpan dvala og það þarf eitthvað mikið að ganga á til að þær brjóti þann dvala og laufgist,” segir hann og að þvert á móti gætu hlýindin haft góð áhrif á gróðurinn. „Það getur einmitt gerst að þegar vorið kemur þá verður enginn holklaki í jörðu, rótarkerfið er bara tilbúið að fara af stað og það verða í raun minni ræktunarvandamál, en annars,” segir Aðalsteinn, skógfræðingur.
Veður Tengdar fréttir Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19 Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19
Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45
Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17
Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25