Litlu slátrararnir landa sigrunum sínum með frábærum varnarleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 06:30 Thelma Dís Ágústsdóttir (t.v.) og Emelía Ósk Gunnarsdóttir tóku 27 fráköst saman í sigrinum á Njarðvík. Vísir/Eyþór Kvennalið Keflavíkur er komið með fjögurra stiga forskot á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnunum úr Njarðvík um helgina. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð og þessa fimm sigra hafa Keflavíkurstelpurnar unnið alla með þrettán stigum eða meira. Það eru bæði gömul sannindi og ný að titlar vinnist á góðum varnarleik og þessi margsannaða boltaspeki ætti að ýta undir væntingar Keflvíkinga til kvennaliðsins síns það sem eftir lifir vetrar. Keflavíkurliðið er kornungt og reynslulítið en þær lærðu að elska að spila vörn í yngri flokkunum og eru heldur ekki að tapa mikið á því að vera þjálfaðar af tvöföldum varnarmanni ársins í Sverri Þór Sverrissyni. Undir stjórn Sverris eiga öll lið í erfiðleikum með að skora hjá þeim. Meðaldur leikmanna Keflavíkurliðsins í dag, sem spila meira en tíu mínútur að meðaltali í leik, er aðeins 19,8 ár. Það er því fróðlegt að skoða varnartölfræði liðsins upp á síðkastið. Mýtan að ungir leikmenn séu ekki eins góðir varnarmenn á alls ekki við hjá þessu liði. Keflavíkurkonur eru nefnilega búnar að halda mótherjum sínum undir 40 prósenta skotnýtingu og undir 70 stigum í fimm leikjum í röð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina sannfærandi og er nú öruggt með að vera á toppnum yfir jólin. Snæfell er að fá á sig fæst stig í leik en stigaskorið snýst líka um tempó í leikjunum og Keflavíkurliðið keyrir upp hraðann í sínum leikjum. Það að mótherjar liðsins klikki á næstum því 7 af hverjum 10 skotum sínum er mögnuð tölfræði fyrir hvaða lið sem er hvað þá lið sem ætti að vera miklu blautara á bak við eyrun.Stig og skotnýting mótherja Keflavíkur í síðustu 5 leikjum 15 stiga sigur á Stjörnunni - 57 stig og 30 prósent 18 stiga sigur á Grindavík - 66 stig og 39 prósent 30 stiga sigur á Haukum - 46 stig og 24 prósent 13 stiga sigur á Skallagrím - 55 stig og 31 prósent 20 stiga sigur á Njarðvík - 59 stig og 30 prósent Dominos-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Kvennalið Keflavíkur er komið með fjögurra stiga forskot á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnunum úr Njarðvík um helgina. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð og þessa fimm sigra hafa Keflavíkurstelpurnar unnið alla með þrettán stigum eða meira. Það eru bæði gömul sannindi og ný að titlar vinnist á góðum varnarleik og þessi margsannaða boltaspeki ætti að ýta undir væntingar Keflvíkinga til kvennaliðsins síns það sem eftir lifir vetrar. Keflavíkurliðið er kornungt og reynslulítið en þær lærðu að elska að spila vörn í yngri flokkunum og eru heldur ekki að tapa mikið á því að vera þjálfaðar af tvöföldum varnarmanni ársins í Sverri Þór Sverrissyni. Undir stjórn Sverris eiga öll lið í erfiðleikum með að skora hjá þeim. Meðaldur leikmanna Keflavíkurliðsins í dag, sem spila meira en tíu mínútur að meðaltali í leik, er aðeins 19,8 ár. Það er því fróðlegt að skoða varnartölfræði liðsins upp á síðkastið. Mýtan að ungir leikmenn séu ekki eins góðir varnarmenn á alls ekki við hjá þessu liði. Keflavíkurkonur eru nefnilega búnar að halda mótherjum sínum undir 40 prósenta skotnýtingu og undir 70 stigum í fimm leikjum í röð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina sannfærandi og er nú öruggt með að vera á toppnum yfir jólin. Snæfell er að fá á sig fæst stig í leik en stigaskorið snýst líka um tempó í leikjunum og Keflavíkurliðið keyrir upp hraðann í sínum leikjum. Það að mótherjar liðsins klikki á næstum því 7 af hverjum 10 skotum sínum er mögnuð tölfræði fyrir hvaða lið sem er hvað þá lið sem ætti að vera miklu blautara á bak við eyrun.Stig og skotnýting mótherja Keflavíkur í síðustu 5 leikjum 15 stiga sigur á Stjörnunni - 57 stig og 30 prósent 18 stiga sigur á Grindavík - 66 stig og 39 prósent 30 stiga sigur á Haukum - 46 stig og 24 prósent 13 stiga sigur á Skallagrím - 55 stig og 31 prósent 20 stiga sigur á Njarðvík - 59 stig og 30 prósent
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira