Borðsiðir og ósiðir Íslendinga vekja athygli erlendra ferðamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 10:27 Íslendingar þykja nota tannstöngulinn of mikið við matarborðið og stundum virða fyrir sér "góðgæti“ sem þeir stanga úr tönnunum. Vísir/Getty Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent