Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 14:30 Róbert Gunnarsson gæti hafa skorað sitt síðasta skrautmark fyrir íslenska landsliðið. vísir/epa Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Spjót beinast að Degi sem segir orðróma um rifrildi ranga HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Sjá meira
Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Spjót beinast að Degi sem segir orðróma um rifrildi ranga HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Sjá meira
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09