Sigurður Ingi vill helst mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 22:42 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26