Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 01:30 Þúsundir hafa flúið undan sókn stjórnarhersins. Vísir/AFP Fregnir hafa borist af umfangsmiklum fjöldamorðum á almennum borgurum í Aleppo í Sýrlandi. Varnir uppreisnar- og vígamanna í austurhluta borgarinnar hafa fallið saman á síðustu klukkustundum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir allan austurhluta borgarinnar nú í haldi stjórnarhers Bashar al-Assad og bandamanna hans. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til stjórnarhersins að verja almenna borgara. Hann tekur þó fram að SÞ hafi ekki staðfest fregnirnar. Samkvæmt Syrian Observatory for Human Rights hafa tugir verið teknir af lífi. Þar á meðal eru almennir borgarar, uppreisnar- og vígamenn og fjölskyldumeðlimir þeirra. Jan Egeland, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrr í kvöld að ríkisstjórn Sýrlands og bandamenn hennar í Rússlandi bæru ábyrgð á öllum ódæðum sem stjórnarherinn og bandamenn þeirra fremja í borginni. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Í vesturhluta borgarinnar, sem hefur ávalt verið undir stjórn stjórnvalda frá því að styrjöldin hófst í Sýrlandi, fara íbúar fagnandi um götur Aleppo. Þau fagna því að nú líti út fyrir að átökunum í borginni sé að ljúka.Celebrating SAA progress in Aleppo. pic.twitter.com/wbOVkespnT— Military Advisor (@miladvisor) December 12, 2016 Íbúar í austurhluta borgarinnar hafa hins vegar sent frá sér örvæntingarfull skilaboð í dag. Þau hafa kallað eftir því að alþjóðasamfélagið komi þeim til bjargar og lýst gífurlegum loftárásum og stórskotaliðsárásum sem hafa verið gerðar á borgina. Guardian segir frá því að loftárásirnar í dag (mánudag) hafi verið með þeim umfangsmestu á árinu. Einn hjúkrunarfræðingur sem Guardian ræddi við sagði föður sinn og bróður hafa dáið í stórskotaliðsárásum með nokkurra klukkustunda millibili í dag. Hún sagðist ekki geta flúið þar sem stjórnarliðar líti á hana sem hryðjuverkamann fyrir að hafa sinnt störfum sínum á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Í frétt Guardian segir að margir íbúar Aleppo sem blaðamenn hafi rætt við á undanförnum mánuðum hafi ekki svarað skilaboðum til þeirra í dag. Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Fregnir hafa borist af umfangsmiklum fjöldamorðum á almennum borgurum í Aleppo í Sýrlandi. Varnir uppreisnar- og vígamanna í austurhluta borgarinnar hafa fallið saman á síðustu klukkustundum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir allan austurhluta borgarinnar nú í haldi stjórnarhers Bashar al-Assad og bandamanna hans. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til stjórnarhersins að verja almenna borgara. Hann tekur þó fram að SÞ hafi ekki staðfest fregnirnar. Samkvæmt Syrian Observatory for Human Rights hafa tugir verið teknir af lífi. Þar á meðal eru almennir borgarar, uppreisnar- og vígamenn og fjölskyldumeðlimir þeirra. Jan Egeland, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrr í kvöld að ríkisstjórn Sýrlands og bandamenn hennar í Rússlandi bæru ábyrgð á öllum ódæðum sem stjórnarherinn og bandamenn þeirra fremja í borginni. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Í vesturhluta borgarinnar, sem hefur ávalt verið undir stjórn stjórnvalda frá því að styrjöldin hófst í Sýrlandi, fara íbúar fagnandi um götur Aleppo. Þau fagna því að nú líti út fyrir að átökunum í borginni sé að ljúka.Celebrating SAA progress in Aleppo. pic.twitter.com/wbOVkespnT— Military Advisor (@miladvisor) December 12, 2016 Íbúar í austurhluta borgarinnar hafa hins vegar sent frá sér örvæntingarfull skilaboð í dag. Þau hafa kallað eftir því að alþjóðasamfélagið komi þeim til bjargar og lýst gífurlegum loftárásum og stórskotaliðsárásum sem hafa verið gerðar á borgina. Guardian segir frá því að loftárásirnar í dag (mánudag) hafi verið með þeim umfangsmestu á árinu. Einn hjúkrunarfræðingur sem Guardian ræddi við sagði föður sinn og bróður hafa dáið í stórskotaliðsárásum með nokkurra klukkustunda millibili í dag. Hún sagðist ekki geta flúið þar sem stjórnarliðar líti á hana sem hryðjuverkamann fyrir að hafa sinnt störfum sínum á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Í frétt Guardian segir að margir íbúar Aleppo sem blaðamenn hafi rætt við á undanförnum mánuðum hafi ekki svarað skilaboðum til þeirra í dag.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira