Renault rafmagnsbíll á undir milljón Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 13:27 Renault hefur selt vel af litla rafmagnsbílnum Zoe. Í síðustu viku gaf Renault frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var frá yfirmannsskiptum í rafmagnsbíladeild Renault. Ef til vill ekki mjög fréttnæmt það, en nokkru neðar í tilkynningunni er getið um nýsmíði afar ódýrs rafmagnsbíls sem Renault vinnur nú að. Hann á að kosta á bilinu 7.000 til 8.000 dollara, eða 770.000 til 880.000 krónur og það áður en til koma endurgreiðslur sem stjórnvöld víða um heim greiða þeim sem kjósa að fjárfesta í rafmagnsbílum. Renault er að þróa þennan bíl með systurfyrirtæki sínu Nissan, en engar nákvæmari upplýsingar eru gefnar upp um bílinn ódýra. Þessi tilkynning frá Renault kemur í kjölfar kynningar á nýjum Renault Kangoo sendibíls sem kemst nú 60% lengra á hverri hleðslu og er með 270 km drægi og 2017 árgerðarinnar af Renault Zoe rafmagnsbílnum sem nú er með 300 km drægni. Það er því greinilega allt að gerast hjá Renault hvað rafmagnsbíla varðar. Renault er með 25% markaðshlutdeild í rafmagnsbílum í Evrópu og hefur selt meira en 100.000 rafmagnsbíla í Evrópu frá árinu 2012. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent
Í síðustu viku gaf Renault frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var frá yfirmannsskiptum í rafmagnsbíladeild Renault. Ef til vill ekki mjög fréttnæmt það, en nokkru neðar í tilkynningunni er getið um nýsmíði afar ódýrs rafmagnsbíls sem Renault vinnur nú að. Hann á að kosta á bilinu 7.000 til 8.000 dollara, eða 770.000 til 880.000 krónur og það áður en til koma endurgreiðslur sem stjórnvöld víða um heim greiða þeim sem kjósa að fjárfesta í rafmagnsbílum. Renault er að þróa þennan bíl með systurfyrirtæki sínu Nissan, en engar nákvæmari upplýsingar eru gefnar upp um bílinn ódýra. Þessi tilkynning frá Renault kemur í kjölfar kynningar á nýjum Renault Kangoo sendibíls sem kemst nú 60% lengra á hverri hleðslu og er með 270 km drægi og 2017 árgerðarinnar af Renault Zoe rafmagnsbílnum sem nú er með 300 km drægni. Það er því greinilega allt að gerast hjá Renault hvað rafmagnsbíla varðar. Renault er með 25% markaðshlutdeild í rafmagnsbílum í Evrópu og hefur selt meira en 100.000 rafmagnsbíla í Evrópu frá árinu 2012.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent