Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:29 Katrín segir tímabært að horfa til myndunar minnihlutastjórnar. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. Þetta sagði Katrín í hádegisfréttum RÚV. Katrín hefur sagt að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári svo hægt verði að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis,- mennta- og samgöngumálum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í kjölfarið að útgjaldatillögur VG væru svo háar að til þess að fjármagna þær þurfi að hækka tekjuskatt. Það segir Katrín rangt. Hún segir í samtali við mbl.is að flokkurinn hafi reiknað það út að auðlegðarskatturinn gæti skilað um tíu milljörðum króna í ríkissjóð, en fréttastofa náði ekki tali af Katrínu vegna málsins. Þá sagði hún í samtali við RÚV að tímabært sé að horfa til myndunar minnihlutastjórnar og segist ekki útiloka að taka sæti í þeirri stjórn. Forseti Íslands ákvað í gær að veita engum einum umboð til myndunar meirihlutastjórnar á Alþingi. Viðræður fimmflokkanna strönduðu meðal annars á kröfum Vinstri grænna um aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs upp á tæpa þrjátíu milljarða. Ekki er víst að Sjálfstæðisflokknum gangi betur að semja um þessi mál við Vinstri græn en flokkunum fjórum sem Vinstri græn voru í viðræðum við. Alþingi Tengdar fréttir VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. 9. desember 2016 19:00 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. Þetta sagði Katrín í hádegisfréttum RÚV. Katrín hefur sagt að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári svo hægt verði að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis,- mennta- og samgöngumálum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í kjölfarið að útgjaldatillögur VG væru svo háar að til þess að fjármagna þær þurfi að hækka tekjuskatt. Það segir Katrín rangt. Hún segir í samtali við mbl.is að flokkurinn hafi reiknað það út að auðlegðarskatturinn gæti skilað um tíu milljörðum króna í ríkissjóð, en fréttastofa náði ekki tali af Katrínu vegna málsins. Þá sagði hún í samtali við RÚV að tímabært sé að horfa til myndunar minnihlutastjórnar og segist ekki útiloka að taka sæti í þeirri stjórn. Forseti Íslands ákvað í gær að veita engum einum umboð til myndunar meirihlutastjórnar á Alþingi. Viðræður fimmflokkanna strönduðu meðal annars á kröfum Vinstri grænna um aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs upp á tæpa þrjátíu milljarða. Ekki er víst að Sjálfstæðisflokknum gangi betur að semja um þessi mál við Vinstri græn en flokkunum fjórum sem Vinstri græn voru í viðræðum við.
Alþingi Tengdar fréttir VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. 9. desember 2016 19:00 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. 9. desember 2016 19:00