Halldór Benjamín nýr framkvæmdastjóri SA Sæunn Gísladóttir skrifar 13. desember 2016 14:54 Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár. Mynd/Aðsend Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár segir í tilkynningu. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hefur hann m.a. starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór Benjamín hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er höfundur fjölda greina og rita um hagfræðileg málefni. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir mikinn feng að Halldóri Benjamín í starf framkvæmdastjóra SA. „Hann hefur alla eiginleika sem við vorum að leita að; er greinandi í nálgun sinni á viðfangsefni, er öflugur og sanngjarn í samskiptum og hefur áunnið sér traust með störfum sínum. Við væntum mikils af honum í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru í íslensku atvinnulífi.“ Starf framkvæmdastjóra SA var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn. Ráðningarferlið var í höndum Hagvangs. Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis. Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár segir í tilkynningu. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hefur hann m.a. starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór Benjamín hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er höfundur fjölda greina og rita um hagfræðileg málefni. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir mikinn feng að Halldóri Benjamín í starf framkvæmdastjóra SA. „Hann hefur alla eiginleika sem við vorum að leita að; er greinandi í nálgun sinni á viðfangsefni, er öflugur og sanngjarn í samskiptum og hefur áunnið sér traust með störfum sínum. Við væntum mikils af honum í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru í íslensku atvinnulífi.“ Starf framkvæmdastjóra SA var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn. Ráðningarferlið var í höndum Hagvangs. Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis. Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27