Íslendingar versla jólagjafirnar meira á netinu en nokkru sinni fyrr Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2016 14:30 Jólapakkarnir streyma til landsins úr vefverslunum og mikið álag er á pósthúsum eins og hér í Síðumúla í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Sendingum hingað til lands frá erlendum verslunum til einstaklinga fjölgaði um 55 prósent á milli ára í nóvember 2015 og nóvember 2016. Á sama tíma fjölgaði innlendum pakkasendingum um 35 prósent á tímabilinu. Íslendingar virðast kaupa jólagjafirnar í mun meiri mæli í gegn um tölvuna í stað þess að kaupa þær í íslenskum verslunum á staðnum. Fréttablaðið óskaði upplýsinga um pakkasendingar frá útlöndum fyrir jólin í samanburði við í fyrra. Engar magntölur bárust en fjölgunin í erlendum pökkum er sem áður segir 55 prósent á milli ára. Reikna má með að mikill meirihluti sé úr erlendum netverslunum. Í október dróst innlend fataverslun saman miðað við síðasta ár, þótt verð á fötum hafi lækkað um 5,9 prósent milli ára. Um síðustu áramót voru tollar af fatnaði og skóm felldir niður.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Fréttablaðið/StefánAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir það ekkert nýtt að íslensk verslun eigi í harðri samkeppni við erlenda verslun. „Bæði er netverslun að aukast en það er líka viss freisting, þegar gengi krónunnar er eins og raun ber vitni, að kaupa varning að utan. Þannig að það að gengi krónunnar er svona sterkt og hagstætt, innan gæsalappa, ýtir enn frekar undir að netverslun færist úr landi,“ segir Andrés.Brynjar Smári Rúnarsson hjá Póstinum. Mynd/aðsendBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðs- og upplýsingamála Íslandspósts, segir að margir versli jafnvel einvörðungu á netinu og ekkert í verslunum. „Það hefur verið mikil aukning undanfarin ár en síðustu mánuðir hafa verið mjög stórir hjá okkur. Þeir sem eru vanir að versla vita að þetta tekur meiri tíma á þessum árstíma. Þeir byrjuðu fyrr og hafa fengið jólagjafirnar í nóvember.“ Brynjar segir aukninguna fela í sér mikið álag á pósthúsum og öðrum afhendingarleiðum póstsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Sendingum hingað til lands frá erlendum verslunum til einstaklinga fjölgaði um 55 prósent á milli ára í nóvember 2015 og nóvember 2016. Á sama tíma fjölgaði innlendum pakkasendingum um 35 prósent á tímabilinu. Íslendingar virðast kaupa jólagjafirnar í mun meiri mæli í gegn um tölvuna í stað þess að kaupa þær í íslenskum verslunum á staðnum. Fréttablaðið óskaði upplýsinga um pakkasendingar frá útlöndum fyrir jólin í samanburði við í fyrra. Engar magntölur bárust en fjölgunin í erlendum pökkum er sem áður segir 55 prósent á milli ára. Reikna má með að mikill meirihluti sé úr erlendum netverslunum. Í október dróst innlend fataverslun saman miðað við síðasta ár, þótt verð á fötum hafi lækkað um 5,9 prósent milli ára. Um síðustu áramót voru tollar af fatnaði og skóm felldir niður.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Fréttablaðið/StefánAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir það ekkert nýtt að íslensk verslun eigi í harðri samkeppni við erlenda verslun. „Bæði er netverslun að aukast en það er líka viss freisting, þegar gengi krónunnar er eins og raun ber vitni, að kaupa varning að utan. Þannig að það að gengi krónunnar er svona sterkt og hagstætt, innan gæsalappa, ýtir enn frekar undir að netverslun færist úr landi,“ segir Andrés.Brynjar Smári Rúnarsson hjá Póstinum. Mynd/aðsendBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðs- og upplýsingamála Íslandspósts, segir að margir versli jafnvel einvörðungu á netinu og ekkert í verslunum. „Það hefur verið mikil aukning undanfarin ár en síðustu mánuðir hafa verið mjög stórir hjá okkur. Þeir sem eru vanir að versla vita að þetta tekur meiri tíma á þessum árstíma. Þeir byrjuðu fyrr og hafa fengið jólagjafirnar í nóvember.“ Brynjar segir aukninguna fela í sér mikið álag á pósthúsum og öðrum afhendingarleiðum póstsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Jólafréttir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira