Svona lítur langtímaspáin út fyrir Þorláksmessu Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2016 10:05 Frá friðargöngunni í Reykjavík á Þorláksmessu í fyrra. Vísir/Stefán Nú nær norska langtímaspáin fyrir Ísland til Þorláksmessu og því ekki úr vegi að skoða hvernig hún lítur út. Það er nú bara gert fyrir forvitnisakir því ekki er hægt að ganga út frá slíkum langtímaspám sem algildum sannleik. Þeir sem hyggja því á ferðalög fyrir jólin ættu að fylgjast vel með spám áður en lagt er af stað. Þegar langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no er skoðuð kemur í ljós að á Þorláksmessu má búast við hita um frostmark og niður í sex stiga frost í Reykjavík. Spáð er snjókomu frá hádegi og fram eftir kvöldi en svipaða sögu er að segja dagana á undan, 22. desember og 21. desember.Á Akureyri er búist við tveggja stiga frosti og allt niður í tíu stiga frost yfir daginn. Spáð er hægri breytilegri átt en töluverðri snjókomu. Dagana á undan er búist við hæg breytilegri átt og köldu veðri.Á Ísafirði verður hiti við frostmark og allt niður í 5 stiga frost. Spáð er norðan átt, 2 til 10 metrum á sekúndu, og snjókomu frá hádegi og fram eftir kvöldi á Þorláksmessu. Dagana á undan má einnig búast við köldu veðri en hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum verður boðið upp á hita við frostmark, 1 - 2 gráður, og rigningu á Þorláksmessu. Búast má við norðan átt, 6 -7 metrum á sekúndu, en dagana á undan verður frost frá 4 gráðum og allt niður í 14 gráður aðfaranótt fimmtudagsins 22. desember. Annars hæg breytileg átt.Á Selfossi verður frost á Þorláksmessu samkvæmt spánni, -2 til -3 gráður, ásamt hægri norðan átt og lítils háttar snjókomu yfir daginn. Dagana á undan verður ögn kaldara og mögulega ögn meiri snjókoma á fimmtudeginum 22. desember.Annars lítur spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga svona út:Á föstudag:Gengur í suðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda og síðar él, en þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari og úrkomuminna um kvöldið með hita kringum frostmark.Á laugardag:Fremur hægur vindur og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 8-13 eftir hádegi með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig um kvöldið.Á sunnudag:Sunnanátt með rigningu og mildu veðri, en slydda um landið vestanvert seinnpartinn og kólnar.Á mánudag:Ákveðin suðvestanátt og él, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir breytilega átt, úrkomu í flestum landshlutum og hita 0 til 7 stig. Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Nú nær norska langtímaspáin fyrir Ísland til Þorláksmessu og því ekki úr vegi að skoða hvernig hún lítur út. Það er nú bara gert fyrir forvitnisakir því ekki er hægt að ganga út frá slíkum langtímaspám sem algildum sannleik. Þeir sem hyggja því á ferðalög fyrir jólin ættu að fylgjast vel með spám áður en lagt er af stað. Þegar langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no er skoðuð kemur í ljós að á Þorláksmessu má búast við hita um frostmark og niður í sex stiga frost í Reykjavík. Spáð er snjókomu frá hádegi og fram eftir kvöldi en svipaða sögu er að segja dagana á undan, 22. desember og 21. desember.Á Akureyri er búist við tveggja stiga frosti og allt niður í tíu stiga frost yfir daginn. Spáð er hægri breytilegri átt en töluverðri snjókomu. Dagana á undan er búist við hæg breytilegri átt og köldu veðri.Á Ísafirði verður hiti við frostmark og allt niður í 5 stiga frost. Spáð er norðan átt, 2 til 10 metrum á sekúndu, og snjókomu frá hádegi og fram eftir kvöldi á Þorláksmessu. Dagana á undan má einnig búast við köldu veðri en hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum verður boðið upp á hita við frostmark, 1 - 2 gráður, og rigningu á Þorláksmessu. Búast má við norðan átt, 6 -7 metrum á sekúndu, en dagana á undan verður frost frá 4 gráðum og allt niður í 14 gráður aðfaranótt fimmtudagsins 22. desember. Annars hæg breytileg átt.Á Selfossi verður frost á Þorláksmessu samkvæmt spánni, -2 til -3 gráður, ásamt hægri norðan átt og lítils háttar snjókomu yfir daginn. Dagana á undan verður ögn kaldara og mögulega ögn meiri snjókoma á fimmtudeginum 22. desember.Annars lítur spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga svona út:Á föstudag:Gengur í suðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda og síðar él, en þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari og úrkomuminna um kvöldið með hita kringum frostmark.Á laugardag:Fremur hægur vindur og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 8-13 eftir hádegi með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig um kvöldið.Á sunnudag:Sunnanátt með rigningu og mildu veðri, en slydda um landið vestanvert seinnpartinn og kólnar.Á mánudag:Ákveðin suðvestanátt og él, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir breytilega átt, úrkomu í flestum landshlutum og hita 0 til 7 stig.
Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira