Af hverju urðu kassalaga bílar rúnnaðir? Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 15:03 Flestir bílar í dag eru með mjúkum línum og þó svo sumir þeirra séu kassalaga er hönnun þeirra á þá lund að þeir eru með litla loftmótsstöðu. Á fyrri árum bílsins var ekki mikil þekking til staðar til að minnka loftmótsstöðu bíla en tilhneiging margra bílahönnuða var að hafa þá rennilega svo þeir væru líklegir til að kljúfa loftið vel. Slík hugsun átti þó ekki mikið uppá pallborðið í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum og þá voru svo til allir bandarískir bílar kassalaga og vart brá fyrir mjúkri línu. Þetta var einmitt á tímum mjög lágs bensínsverðs, sem síðar átti eftir að hækka verulega. Þá fyrst fóru hönnuðir bandarískra bíla að huga aftur að mjúkum línum í bílum sínum. Evrópskir bílahönnuðir hafa gegnum tíðina rutt brautina í hönnun bíla með litla loftmótsstöðu og á hærra bensínverð þar gegnum tíðan vafalaust stóran þátt í því. Í meðfylgjandi myndskeiði er skýrt út af hverju þessi þróun átti stað og allt þangað til bílahönnuðir fóru að nýta sér vindgöng til að minnka loftmótstöðu bíla sinna. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Flestir bílar í dag eru með mjúkum línum og þó svo sumir þeirra séu kassalaga er hönnun þeirra á þá lund að þeir eru með litla loftmótsstöðu. Á fyrri árum bílsins var ekki mikil þekking til staðar til að minnka loftmótsstöðu bíla en tilhneiging margra bílahönnuða var að hafa þá rennilega svo þeir væru líklegir til að kljúfa loftið vel. Slík hugsun átti þó ekki mikið uppá pallborðið í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum og þá voru svo til allir bandarískir bílar kassalaga og vart brá fyrir mjúkri línu. Þetta var einmitt á tímum mjög lágs bensínsverðs, sem síðar átti eftir að hækka verulega. Þá fyrst fóru hönnuðir bandarískra bíla að huga aftur að mjúkum línum í bílum sínum. Evrópskir bílahönnuðir hafa gegnum tíðina rutt brautina í hönnun bíla með litla loftmótsstöðu og á hærra bensínverð þar gegnum tíðan vafalaust stóran þátt í því. Í meðfylgjandi myndskeiði er skýrt út af hverju þessi þróun átti stað og allt þangað til bílahönnuðir fóru að nýta sér vindgöng til að minnka loftmótstöðu bíla sinna.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent