Ríkissjóður fellir niður milljarða yfirkeyrslu stofnana Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 19:57 Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar. Alþingi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar.
Alþingi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira