Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2016 13:30 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson. Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira