Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 18:55 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira