Keflavíkurstúlkur fara inn í jólin með huggulegt forskot á toppi Dominos-deildar kvenna.
Keflavík vann öruggan útisigur, 65-77, í kvöld gegn Valsstúlkum.
Ernir Eyjólfsson tók myndirnar hér að ofan.
Ariana Moorer átti stórleik hjá Keflavík með 26 stig og 11 fráköst. Mia Loyd líka frábær í liði Vals með 20 stig og 18 fráköst.
Keflavík er með 22 stig á toppnum en Snæfell og Skallagrímur geta minnkað forskot þeirra aftur niður í fjögur stig á morgun.
Valur-Keflavík 65-77 (13-20, 12-23, 20-21, 20-13)
Valur: Mia Loyd 20/18 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Bergþóra Holton Tómasdóttir 13/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 10, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 8/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Nína Jenný Kristjánsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.
Keflavík: Ariana Moorer 26/11 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 11/15 fráköst/4 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Svanhvít Ósk Snorradóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2, Þóranna Kika Hodge-Carr 1, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0.
