Réttargæslumaður gagnrýnir vinnubrögð í mansalsmáli í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þorgeir Helgason skrifa 17. desember 2016 07:00 Grunur vaknaði um að mansal væri stundað í Vík í Mýrdal. Saksóknari ákvað að ákæra ekki í málinu. Vísir/Heiða „Hvað varðar mansalsmál þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki alltaf stöðugir í framburði eða segja rétt frá atvikum máls, sem getur skýrst af þeim aðstæðum sem brotaþolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, almennt um mansalsmál. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna frá Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda mansals á árinu, gagnrýnir harðlega að ekki hafi verið gefin út ákæra í meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal. Konurnar fengu 5.200 krónur greiddar á viku fyrir vinnu sína og frítt fæði og húsnæði. „Ef ekki á að líta til framburðar brotaþola, meðal annars um þætti eins og vinnuframlag og aðbúnað, þá þurfa aftur á móti að vera til staðar í viðkomandi máli einhver gögn sem hnekkja framburðinum. Líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð sakamála þá er ekki ákært í málum nema þau séu talin nægileg eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi. Gildir það jafnt um mansalsmál sem önnur sakamál,“ segir Arnþrúður. Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um atvik einstakra mála útskýrir hún hvaða þættir koma til við mat hennar á málum er varða ætlað mansal. „Í þeim tilvikum sem mál varða ætlað vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi að vera uppfyllt skilyrði um nauðungarvinnu. Hugtakið „nauðungarvinna“ er ekki sérstaklega skilgreint í almennum hegningarlögum eða greinargerð með lögunum. Við mat á því hvort um nauðungarvinnu er að ræða verður því að líta til skilgreiningar á hugtakinu samkvæmt orðanna hljóðan og skilgreiningar í alþjóðasáttmálum og dómaframkvæmd ef henni er fyrir að fara. Út frá því er ljóst að við mat á nauðungarvinnu kemur meðal annars til skoðunar hvert vinnuframlag er, hvort og þá hvert endurgjald er fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður á vinnustað,“ segir Arnþrúður,Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna tveggja. Aðsend mynd.Kristrún Elsa segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals hvað varðar þetta mat og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði sé talið til greiðslu. Andrés Ingi Jónsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, tók málið upp á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. „Það er almennt þekkingar- og skilningsleysi á eðli mansalsmála í réttarkerfinu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali hefur átt að fræða lögreglu, saksóknara og dómara. Eftir því sem fréttir segja virðist lögregla hafa staðið sig vel í þessu máli en svo strandar á saksóknarstiginu.“ Mansalsþáttur málsins hefur verið felldur niður en málið er rannsakað áfram sem brot gegn atvinnuréttindum útlendinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Hvað varðar mansalsmál þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki alltaf stöðugir í framburði eða segja rétt frá atvikum máls, sem getur skýrst af þeim aðstæðum sem brotaþolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, almennt um mansalsmál. Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður tveggja kvenna frá Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda mansals á árinu, gagnrýnir harðlega að ekki hafi verið gefin út ákæra í meintu vinnumansali í Vík í Mýrdal. Konurnar fengu 5.200 krónur greiddar á viku fyrir vinnu sína og frítt fæði og húsnæði. „Ef ekki á að líta til framburðar brotaþola, meðal annars um þætti eins og vinnuframlag og aðbúnað, þá þurfa aftur á móti að vera til staðar í viðkomandi máli einhver gögn sem hnekkja framburðinum. Líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð sakamála þá er ekki ákært í málum nema þau séu talin nægileg eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi. Gildir það jafnt um mansalsmál sem önnur sakamál,“ segir Arnþrúður. Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um atvik einstakra mála útskýrir hún hvaða þættir koma til við mat hennar á málum er varða ætlað mansal. „Í þeim tilvikum sem mál varða ætlað vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi að vera uppfyllt skilyrði um nauðungarvinnu. Hugtakið „nauðungarvinna“ er ekki sérstaklega skilgreint í almennum hegningarlögum eða greinargerð með lögunum. Við mat á því hvort um nauðungarvinnu er að ræða verður því að líta til skilgreiningar á hugtakinu samkvæmt orðanna hljóðan og skilgreiningar í alþjóðasáttmálum og dómaframkvæmd ef henni er fyrir að fara. Út frá því er ljóst að við mat á nauðungarvinnu kemur meðal annars til skoðunar hvert vinnuframlag er, hvort og þá hvert endurgjald er fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður á vinnustað,“ segir Arnþrúður,Kristrún Elsa Harðardóttir var réttargæslumaður kvennanna tveggja. Aðsend mynd.Kristrún Elsa segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals hvað varðar þetta mat og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði sé talið til greiðslu. Andrés Ingi Jónsson, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, tók málið upp á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. „Það er almennt þekkingar- og skilningsleysi á eðli mansalsmála í réttarkerfinu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali hefur átt að fræða lögreglu, saksóknara og dómara. Eftir því sem fréttir segja virðist lögregla hafa staðið sig vel í þessu máli en svo strandar á saksóknarstiginu.“ Mansalsþáttur málsins hefur verið felldur niður en málið er rannsakað áfram sem brot gegn atvinnuréttindum útlendinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira