Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2016 16:22 Vinningstillagan frá Studio Granda, tölvuteikning. Arkitektar frá Studio Granda stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarsamkeppi um nýbyggingu á Alþingisreitnum. Tilkynnt var um úrslitin á kynningu í Landsímahúsinu í dag en 22 aðilar skiluðu tillögum. Studio Granda hlaut sjö milljónir króna í sigurlaun. Í öðru sæti í keppninni urðu T.ark arkitektar og hlutu 4,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í þriðja sæti urðu PKdM arkitektar og hlutu 2,5 milljónir króna í sinni hlut. Svo segir í tilkynningu til fjölmiðla. Gerð er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár í byggingu og verði vígð áramótin 2019/2020. Sýning á öllum tillögum verður opin á morgun í Landsímahúsinu á milli 14 og 17 og svo á milli 16 og 18 á virkum dögum fram að áramótum.Úr verðlaunatillögunni.Dómnefndin var einhuga um verðlaunatillöguna en í niðurstöðu dómnefndar kemurfram að tillagan „felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld.“ Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur séu dregin fram og myndi samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber isamtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.„Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu.“ Segir að tillagan sé í heild verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll hafi verið tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. „Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar.“ Alþingi Tengdar fréttir 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Arkitektar frá Studio Granda stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarsamkeppi um nýbyggingu á Alþingisreitnum. Tilkynnt var um úrslitin á kynningu í Landsímahúsinu í dag en 22 aðilar skiluðu tillögum. Studio Granda hlaut sjö milljónir króna í sigurlaun. Í öðru sæti í keppninni urðu T.ark arkitektar og hlutu 4,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í þriðja sæti urðu PKdM arkitektar og hlutu 2,5 milljónir króna í sinni hlut. Svo segir í tilkynningu til fjölmiðla. Gerð er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár í byggingu og verði vígð áramótin 2019/2020. Sýning á öllum tillögum verður opin á morgun í Landsímahúsinu á milli 14 og 17 og svo á milli 16 og 18 á virkum dögum fram að áramótum.Úr verðlaunatillögunni.Dómnefndin var einhuga um verðlaunatillöguna en í niðurstöðu dómnefndar kemurfram að tillagan „felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld.“ Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur séu dregin fram og myndi samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber isamtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.„Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu.“ Segir að tillagan sé í heild verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll hafi verið tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. „Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar.“
Alþingi Tengdar fréttir 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46