Efasemdir um vinningstillögu á Alþingisreit Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur efasemdir um vinningstillögu um nýbyggingu á Alþingisreit sem kynnt var í gær. Tillagan sé í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu og að frekar ætti að íhuga að reisa eftirlíkingu af eldri húsum. Tillaga frá Arkitektum Studio Granda fór með sigur af hólmi í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit en Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður dómnefndar um bygginguna, greindi frá niðurstöðunni í gær. Dómnefndin var einhuga um valið en í niðurstöðu hennar kemur fram að tillagan styrki og fegri þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins.Virkar ekki vel á oddvita Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist hafa efasemdir um tillöguna. „Þetta virkar á mig sem svolítið frekt í umhverfinu. Við erum auðvitað með í miðbænum að mörgu leyti fíngert klassískt borgarumhverfi. Við erum að fá þarna auðvitað mikið húsnæði þarna á Alþingisreitinn, við vitum það. Það verður að mínu mati að taka tillit til þess sem fyrir er. En það ber auðvitað að hafa í huga að ég á eftir að sjá heildartillöguna og átta mig á henni. En nei, þetta er ekki að virka vel á mig. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svolítið svona, í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu,” segir Halldór.Reisa eftirlíkingar af eldri húsum Hann segir að í klassísku borgarumhverfi sem þessu megi vel leyfa sér að reisa eftirlíkingar af eldri húsum.Ertu að vísa til Guðjóns Samúelssonar í því samhengi? „Alveg eins, í sjálfu sér. Ekkert endilega þó. En ég segi það, ef að þú ert að hanna eitthvað inn í klassískt borgarumhverfi að þá getur það alveg passað að taka tillit til eldri hönnuða. Hvort sem að þeir heita Guðjón Samúelsson eða eitthvað annað. Mér finnst að stundum megi reisa eftirlíkingar af húsum sem fyrir eru,” segir Halldór. Alþingi Tengdar fréttir Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur efasemdir um vinningstillögu um nýbyggingu á Alþingisreit sem kynnt var í gær. Tillagan sé í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu og að frekar ætti að íhuga að reisa eftirlíkingu af eldri húsum. Tillaga frá Arkitektum Studio Granda fór með sigur af hólmi í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit en Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður dómnefndar um bygginguna, greindi frá niðurstöðunni í gær. Dómnefndin var einhuga um valið en í niðurstöðu hennar kemur fram að tillagan styrki og fegri þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins.Virkar ekki vel á oddvita Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist hafa efasemdir um tillöguna. „Þetta virkar á mig sem svolítið frekt í umhverfinu. Við erum auðvitað með í miðbænum að mörgu leyti fíngert klassískt borgarumhverfi. Við erum að fá þarna auðvitað mikið húsnæði þarna á Alþingisreitinn, við vitum það. Það verður að mínu mati að taka tillit til þess sem fyrir er. En það ber auðvitað að hafa í huga að ég á eftir að sjá heildartillöguna og átta mig á henni. En nei, þetta er ekki að virka vel á mig. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svolítið svona, í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu,” segir Halldór.Reisa eftirlíkingar af eldri húsum Hann segir að í klassísku borgarumhverfi sem þessu megi vel leyfa sér að reisa eftirlíkingar af eldri húsum.Ertu að vísa til Guðjóns Samúelssonar í því samhengi? „Alveg eins, í sjálfu sér. Ekkert endilega þó. En ég segi það, ef að þú ert að hanna eitthvað inn í klassískt borgarumhverfi að þá getur það alveg passað að taka tillit til eldri hönnuða. Hvort sem að þeir heita Guðjón Samúelsson eða eitthvað annað. Mér finnst að stundum megi reisa eftirlíkingar af húsum sem fyrir eru,” segir Halldór.
Alþingi Tengdar fréttir Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22