Efasemdir um vinningstillögu á Alþingisreit Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur efasemdir um vinningstillögu um nýbyggingu á Alþingisreit sem kynnt var í gær. Tillagan sé í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu og að frekar ætti að íhuga að reisa eftirlíkingu af eldri húsum. Tillaga frá Arkitektum Studio Granda fór með sigur af hólmi í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit en Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður dómnefndar um bygginguna, greindi frá niðurstöðunni í gær. Dómnefndin var einhuga um valið en í niðurstöðu hennar kemur fram að tillagan styrki og fegri þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins.Virkar ekki vel á oddvita Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist hafa efasemdir um tillöguna. „Þetta virkar á mig sem svolítið frekt í umhverfinu. Við erum auðvitað með í miðbænum að mörgu leyti fíngert klassískt borgarumhverfi. Við erum að fá þarna auðvitað mikið húsnæði þarna á Alþingisreitinn, við vitum það. Það verður að mínu mati að taka tillit til þess sem fyrir er. En það ber auðvitað að hafa í huga að ég á eftir að sjá heildartillöguna og átta mig á henni. En nei, þetta er ekki að virka vel á mig. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svolítið svona, í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu,” segir Halldór.Reisa eftirlíkingar af eldri húsum Hann segir að í klassísku borgarumhverfi sem þessu megi vel leyfa sér að reisa eftirlíkingar af eldri húsum.Ertu að vísa til Guðjóns Samúelssonar í því samhengi? „Alveg eins, í sjálfu sér. Ekkert endilega þó. En ég segi það, ef að þú ert að hanna eitthvað inn í klassískt borgarumhverfi að þá getur það alveg passað að taka tillit til eldri hönnuða. Hvort sem að þeir heita Guðjón Samúelsson eða eitthvað annað. Mér finnst að stundum megi reisa eftirlíkingar af húsum sem fyrir eru,” segir Halldór. Alþingi Tengdar fréttir Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur efasemdir um vinningstillögu um nýbyggingu á Alþingisreit sem kynnt var í gær. Tillagan sé í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu og að frekar ætti að íhuga að reisa eftirlíkingu af eldri húsum. Tillaga frá Arkitektum Studio Granda fór með sigur af hólmi í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit en Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður dómnefndar um bygginguna, greindi frá niðurstöðunni í gær. Dómnefndin var einhuga um valið en í niðurstöðu hennar kemur fram að tillagan styrki og fegri þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins.Virkar ekki vel á oddvita Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist hafa efasemdir um tillöguna. „Þetta virkar á mig sem svolítið frekt í umhverfinu. Við erum auðvitað með í miðbænum að mörgu leyti fíngert klassískt borgarumhverfi. Við erum að fá þarna auðvitað mikið húsnæði þarna á Alþingisreitinn, við vitum það. Það verður að mínu mati að taka tillit til þess sem fyrir er. En það ber auðvitað að hafa í huga að ég á eftir að sjá heildartillöguna og átta mig á henni. En nei, þetta er ekki að virka vel á mig. Mér finnst þetta einhvern veginn vera svolítið svona, í mikilli andstöðu við það sem fyrir er á svæðinu,” segir Halldór.Reisa eftirlíkingar af eldri húsum Hann segir að í klassísku borgarumhverfi sem þessu megi vel leyfa sér að reisa eftirlíkingar af eldri húsum.Ertu að vísa til Guðjóns Samúelssonar í því samhengi? „Alveg eins, í sjálfu sér. Ekkert endilega þó. En ég segi það, ef að þú ert að hanna eitthvað inn í klassískt borgarumhverfi að þá getur það alveg passað að taka tillit til eldri hönnuða. Hvort sem að þeir heita Guðjón Samúelsson eða eitthvað annað. Mér finnst að stundum megi reisa eftirlíkingar af húsum sem fyrir eru,” segir Halldór.
Alþingi Tengdar fréttir Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Arkitektar Studio Granda komu, sáu og sigruðu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreitnum og hlutu sjö milljónir króna í verðlaun. 17. desember 2016 16:22