ISIS þjálfa börn til árása í sérstökum búðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2016 13:40 Börn hafa ávalt verið áberandi í áróðri ISIS. Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni. Mið-Austurlönd Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira