Freyr fékk mjög gott tilboð frá Kína: „Peningar eru ekki allt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2016 15:37 Freyr Alexandersson fór ekki til Kína heldur verður áfram með stelpurnar okkar. vísir/valli Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að framlengja samninginn sinn um tvö ár eins og kom fram fyrr í dag. Freyr verður því áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Hollandi á næsta ári. Breiðhyltingurinn, sem tók við liðinu fyrir þremur árum, íhugaði að segja starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og róa á önnur mið en eftir að hugsa mikið um málið ákvað hann að vera áfram. „Sú hugsun var klárlega búin að vera í kollinum á mér. Ég var búinn að flakka með þetta í höfðinu fram og til baka. Sú staða hefði alveg getað komið upp að ég myndi hætta eftir EM. En það er ýmislegt sem kallar á mig bæði persónulega og út frá því hvernig gengur hjá mér og liðinu,“ segir Freyr í samtali við Vísi. „Ég hef trú á því að við munum eiga gott Evrópumót á næsta ári og svo langar mig að koma liðinu á HM 2019 sem er auðvitað í Frakklandi og þar er ég öllum hnútum kunnugur eftir sumarið,“ segir Freyr kíminn, en hann var í teymi íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar.Freyr fagnar eftir að koma stelpunum okkar á EM.vísir/anton brinkPeningar eru ekki allt Freyr segir að ein stærsta ástæða þess að hann skrifaði núna undir við KSÍ er áreiti erlendis frá en hann hefur fengið mikið af tilboðum. Hann biður sína leikmenn um fulla einbeitingu á verkefninu í Hollandi næsta sumar og vill því gera slíkt hið sama og loka á allt sem gæti truflað hann. „Það er búið að vera nokkuð áreiti að utan og ég vil loka á það. Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim því öll erum við saman í þessu,“ segir Freyr. Þessi 34 ára gamli þjálfari hefur fengið tilboð úr ýmsum áttum, bæði að þjálfa félagslið karla og kvenna og einnig frá akademíum á Norðurlöndum. Eitt tilboð þurfti hann þó að hugsa mjög vel því það hefði getað breytt lífi hans. „Ég fékk tilboð frá Kína og það fékk mig til að hugsa málið. Það var eina starfið sem ég íhugaði alvarlega. Peningar eru ekki allt. Þetta starf hefði verið mjög gott fyrir mig fjárhagslega og mína fjölskyldu en ég fann bara að það hefði verið röng ákvörðun. Það var erfitt að hafna þessu tilboði en ég fann á sama tíma hvað þetta styrkti trú mína í því að ég er á réttum stað,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að framlengja samninginn sinn um tvö ár eins og kom fram fyrr í dag. Freyr verður því áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Hollandi á næsta ári. Breiðhyltingurinn, sem tók við liðinu fyrir þremur árum, íhugaði að segja starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og róa á önnur mið en eftir að hugsa mikið um málið ákvað hann að vera áfram. „Sú hugsun var klárlega búin að vera í kollinum á mér. Ég var búinn að flakka með þetta í höfðinu fram og til baka. Sú staða hefði alveg getað komið upp að ég myndi hætta eftir EM. En það er ýmislegt sem kallar á mig bæði persónulega og út frá því hvernig gengur hjá mér og liðinu,“ segir Freyr í samtali við Vísi. „Ég hef trú á því að við munum eiga gott Evrópumót á næsta ári og svo langar mig að koma liðinu á HM 2019 sem er auðvitað í Frakklandi og þar er ég öllum hnútum kunnugur eftir sumarið,“ segir Freyr kíminn, en hann var í teymi íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar.Freyr fagnar eftir að koma stelpunum okkar á EM.vísir/anton brinkPeningar eru ekki allt Freyr segir að ein stærsta ástæða þess að hann skrifaði núna undir við KSÍ er áreiti erlendis frá en hann hefur fengið mikið af tilboðum. Hann biður sína leikmenn um fulla einbeitingu á verkefninu í Hollandi næsta sumar og vill því gera slíkt hið sama og loka á allt sem gæti truflað hann. „Það er búið að vera nokkuð áreiti að utan og ég vil loka á það. Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim því öll erum við saman í þessu,“ segir Freyr. Þessi 34 ára gamli þjálfari hefur fengið tilboð úr ýmsum áttum, bæði að þjálfa félagslið karla og kvenna og einnig frá akademíum á Norðurlöndum. Eitt tilboð þurfti hann þó að hugsa mjög vel því það hefði getað breytt lífi hans. „Ég fékk tilboð frá Kína og það fékk mig til að hugsa málið. Það var eina starfið sem ég íhugaði alvarlega. Peningar eru ekki allt. Þetta starf hefði verið mjög gott fyrir mig fjárhagslega og mína fjölskyldu en ég fann bara að það hefði verið röng ákvörðun. Það var erfitt að hafna þessu tilboði en ég fann á sama tíma hvað þetta styrkti trú mína í því að ég er á réttum stað,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20