Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Sunan Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 17:33 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur. Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur.
Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01